. - Hausmynd

.

Ekki gefa föt til Afríku

Ethiopia

Hina berfættu í Afríku vantar ekki háhælaða skó. Eða snjógalla. Eða stuttermabol merktan frambjóðanda repúblikana í Texas.

Fatagjafir Vesturlandabúa til Afríkumanna eru einhver mesti bjarnargreiði nútíma þróunaraðstoðar. 

Með smá afrískum viðskiptaháttum lenda fatagámarnir á mörkuðum í Addis Ababa, Dakar og annars staðar sunnan Sahara.  

Textílframleiðsla krefst baðmullaræktunar og ódýrs vinnuafls. 

Hvergi í heiminum eru jafn góð skilyrði til hvoru tveggja. 

En fataframleiðsla er erfið þegar stöðugt er verið að metta markaði með ókeypis fatnaði að utan. 

Ömurlegt er að sjá hvernig þjóðlegi, litríki klæðnaðurinn, sem einkennir Vestur Afríku, víkur fyrir hinu tuskulega sem dagar uppi í Góða hirðinum áður en því er fleygt til Afríku. 

Vesturlönd koma síðan í veg fyrir að Afríkumenn geti sent okkur föt - líkt og væri eðlilegt á frjálsum markaði - með verndartollum í líkingu við þá sem settir eru á landbúnaðarafurðir.

Finnum frekar stuttermabolunum önnur not og sendum gömlu innþröngu gallabuxurnar þangað sem sér ekki á svörtu ... á Selfoss. 

Frá Eþíópíu Þetta er það sem afrískum börnum vantar; góður snjógalli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illa haldinn ertu af thágufallssýki:)

Hina berfaettu vantar og thad sem afrísk börn vantar.

Ertu ekki bladamadur med atvinnu vid ad skrifa??

S.H. (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 20:10

2 identicon

S.H.:

þetta er ung kynslóð, ólst ekki upp við að lesa bækur ..

Hc (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:44

3 identicon

en efni greinarinnar skiptir meira máli.

og ekki margir sem hafa vit eða aðstöðu til að tala einmitt um misgáfulega þróunar,,aðstoð" okkar.

hjálp til sjálfshjálpar er einmitt málið, ekki ölmusudruslurnar sem við erum hætt að nota

Hc (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heyr, heyr! Þrátt fyrir þágufallssýkina. Það er líka svo heitt í Afríku og allir ættu að ganga um naktir í stað þess að vera að vefja sig í kufla Íslams.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.1.2011 kl. 12:31

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

..."hinn þjóðlegi, litríki klæðnaður" víkur fyrir hverju sem er þegar fólk hefur ekki neitt

Marta B Helgadóttir, 30.1.2011 kl. 13:36

6 Smámynd: Vendetta

1282810830_004

Alveg sammála þér, Egill með að það á ekki að senda aflóga rusl til Afríku, hvort sem heldur er fatadruslur, úrelt tölvudrasl eða eitraðan efnaúrgang. Bezta leiðin er að setja á laggirnar sjálfbær framleiðslufyrirtæki (ekki mengandi) á staðnum og ráða Afríkana sem búa þar í vinnu.

Þróunaraðstoð til Afríku frá Vesturlöndum hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir það að miða ekki við þarfir Afríkana sjálfra. Aðallega þrjár tegundir af mistökum eða blekkingum hafa verið gagnrýndar:

  • "Þróunar"aðstoð í formi gjafa hefur gert það að verkum, að heil samfélög eftir að öll neyð er yfirstaðin, hættir að reyna að sjá sjálfu sér farborða, því að það er orðið háð gjöfunum. Þannig aðstoð getur líka kippt stoðunum undan verzlun og þjónustu sem bæjarbúar sjálfir stunda, því að enginn vill kaupa það sem þeir geta fengið ókeypis.
  • Vanhugsuð "þróunar"aðstoð sem er úthugsuð af vestrænum buraukrötum og verkfræðingum og sem gengur út á eitthvert verkefni (project) sem engan veginn gagnast íbúunum, sem er annað hvort óþarft, of dýrt fyrir íbúana eða það sem oftast er raunin: skilar hagnaði fyrir vestrænu fyrirtækin, sem fá borgað úr þróunarsjóðum.

Vendetta, 30.1.2011 kl. 16:46

7 Smámynd: Egill Bjarnason

Ég þakka sjúkdómsgreininguna.

Egill Bjarnason, 31.1.2011 kl. 14:17

8 identicon

grein þessi sýnir fullkominn skilning ritara á ástandinu

-sigm. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:53

9 identicon

Heyr Heyr  heimurinn þarf á ungu fólki að halda sem hugsar

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:17

10 identicon

Mér fannst samt fínt á sínum tíma að geta keypt forláta dúnúlpu á 800 íslenskar krónur í Kibera slum í Nairobi áður en gengið var upp á Mt. Kenya :)

Máni Atlason (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 16:55

11 identicon

Flott blogg! -Er mjög sammála.

Björg T (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband