. - Hausmynd

.

Brúðkaup og blómvöndur

sikharEftir tíu tíma lestarferð frá Delhi var ég kominn til borgarinnar Allahabad sem virðist vera hið mesta partípleis.

Á meðan við Sara borðuðum kvöldmat á veitingastað bárust mikil læti frá aðalveginum. Við nánari athugun reyndist þetta vera skrúðganga þeirra sem aðhyllast sikhism, trú náskyld hindúisma og búddisma en stuðst er við hið heillaga rit Guru Granth Sahib. Trúin er útbreiddust í Punjab og þar er Gullna hofið þeirra heilagasti staður. Vinsæll ferðamannastaður enda hofið glæsilegt og öllum velkomið að borða og gista ókeypis.

brudkaupEn semsagt á meðan ég fylgist með þessari athöfn, sem var afar fótboltabulluleg, bauðst mér far á mótorhjóli til þess að ljósmynda aðalhöfðingja ferðarinnar, fremsta í flokki á pallbíl að sjálfsögðu. Á meðan ég elti þá eins og ágengur papparazzi réttir annar klerkurinn mér veglega kökusneið og þennan líka stærðar blómvönd mér til heiðurs ... ha?

Vöndurinn kom sér allavega vel því að Sara var svolítið spæld yfir því að ég skyldi hafa rokið í burtu. sikraklerkur

Þegar leið á kvöldið bárust aftur læti frá aðalgötunni. Föruneyti indverskra brúðhjóna lagði veginn undir sig með lúðrasveit og ljósaskreytingum. Hinir forvitnu Íslendingar voru umsvifalaust dregnir inn í geimið þar sem fólk dansaði af miklum móð. Þegar brúðhjónin skoða myndir frá kvöldinu eiga þau áreiðanlega eftir að spyrja hvaða næpuhvítu útlendingar hafi eiginlega dansað í broddi fylkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhm... sma spaeld... kannski adeins meira en sma ad vera bara skilin eftir med engan hotellykil i einhverju frekar dodgy hverfi i Allahabad an tess ad vita neitt um hvert tu forst... og ja mer er alveg sama to eg hljomi eins og eg se mamma tin :P pff lelegur... en tetta var nu samt fallegur blomvondur.

Sara (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 13:40

2 identicon

Rambaði inn á vefsíðuna þína í dag og mátti til með á tenglalistann hjá mér. Ansi fróðlegt ferðalag sem þú ert á, og skemmtilegar frásagnir. Hlakka til að fylgjast með...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Óóó - Sara mín. Þetta eru bara byrjunarörðugleikar. Þú kemst fljótlega upp á lag með að láta hann spyrja um leyfi þegar hann þarf að rjúka svona út í bláinn.

En ég átti víst að vera að kommenta hjá Agli. Látana ekki vaða yfir þig félagi. kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 20:52

4 identicon

já, þessi brúðkaup eru alveg mögnuð.. alltaf heyrir maður annars lagið í risa karókígræjunum sem eru dregnar áfram með handafli og sér píndan brúðguma sem búið er að koma fyrir upp á hrossi (en hann er nú sem betur fer með kögur fyrir andlitinu og þarf því ekki að horfast jafn mikið í augu við þetta allt saman) umvafinn dansandi hindúum í sínu fínasta skarti ..já og kallarnir fullir nottlega

en egill, er þetta bhang rauða gumsið sem þeir japla á?

eva (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Sara þú mátt alveg búast við fleiri svona uppákomum frá Agli hehe

Ragnar Sigurðarson, 22.1.2008 kl. 20:28

6 identicon

hvenær fæ ég að heyra frá baðferðinni í ganges !?!?!?

Arnþór (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:20

7 Smámynd: Egill Bjarnason

sorry arnthor. komst ekki a netkaffi i gaer. dagurinn for i eina helvitis lestarferd! hatt i sjo tima ferd og eg stod allan timan. tad var svo trodid ...

en eva, hvada bhang ertu ad tala um? ef eg man rett er bhang marijuna pipurnar sem hinduarnir reykja til ad komast i samband vid gudina. tetta rauda er munntobak eda tuggutobak ...

Egill Bjarnason, 23.1.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband