6.1.2010 | 12:21
Glósur frá ferðamanni: Sómalíland
Plús: Staður fyrir þá sem hafa prófað alltannað, vilja finna Buskann eða eiga strendurnar útaf fyrir sig. Sómalar takavelferð gesta alvarlega. Hótelin eru mjög fín, miðað við verðlag. Landið býðurupp á ævintýralegar landkönnuðarferðir, eigi menn pening. Fyrst og fremstáhugaverður áfangastaður. Heimsókn þangað rennur seint úr minni. Glænýr fiskur í Berbera er lostæti.
Mínus: Borgirnar eru í smávegis tætlumvegna borgarastyrjaldar og örbirgðar. Stærsti mínusinn er að ferðamenn verða aðvera í fylgd hermanns (ég komst framhjá þessu með heppni). Vegabréfsáritun ervesen nema viðkomandi sé staddur í Addis Ababa. Sómalar eiga til að breytast ískríl, þau fáu skipti sem þeir sjá hvítan ferðamann. Heimamenn eru einum ofhrifnir af geitakjöti. Sharía-lög eru engin gamanlög.
Athugasemdir
Nei takk. Búinn að vera í Somalíu og þessum löndum öllum. Ég hef séð bæðu umkomulausta heimamenn og túrista sem voru algerlega út úr þessum heimi vegna hungurs og vannæringar betlandi hjálp til a koma sér aftur í menninguna.
Valdimar Samúelsson, 6.1.2010 kl. 13:43
gott að geitakjötið sé í mínus hópnum. kv princess leia
sæunn (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 16:34
Áhugaverðasta blogg sem ég les. Mjög gott með Plús og mínús í Glósum fyrir ferðamenn.
Kristjan H Kristjansson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.