7.1.2010 | 07:19
Glósur frá ferðamanni: Jemen
Plús: Þjóðlegt, gestrisið og fast í fortíð. Land sem kemur reyndustu ferðalöngum stöðugt á óvart. Gestur er gjöf frá Guði í augum heimanna. Einstakir fjallagarðar norðan höfuðborgarinnar bjóða upp á ógleymanlegar gönguferðir. Litlu fjallaþorpin eru tilkomumikilvirki. Borgarlandslag gömlu Sanaa er töff. Mun ódýrara en önnur Arabíuríki og heimamenn reyna aldrei að svindla á ferðamönnum.
Mínus: Kúgun kvenna. Takmarkað ferðafrelsi. Mannræningjar og byssuvargar. Léleg enskukunnátta. Óþolandi fyrirferðamikil stjórnsýsla. Engin bakpokakúltúr. Fíkn karlamanna í qat, örvandi jurt, litar allt daglegt líf. Umferðin er ekki fyrir lífhrædda.
Athugasemdir
bíddu bíddu!!! HVAÐ VARÐ UM SKÁL FYRIR KÚGUN KVENNA !!!
Arnþór (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.