16.1.2010 | 10:27
Glósur frá ferðamanni: Egyptaland
Plús: Pýramídar,Níl, Rauðahafið og Sahara - Egyptland er ríkt af einstökum áfangastöðum. Veðursælt allan ársins hring. Kaíró er heimsborg sem aldrei sefur. Vatnspípumenning. Frjálslynt miðað við heimshluta. Þægilegar og skilvirkar samgöngur. Allur skalinn af hótelum, frá bakpokavist uppí flottræfils-fimmstjörnur, og máltíðum, frá 50 króna fuul uppí 5000 króna steik. Almennt verðlag er lágt.
Mínus: Tólfmilljón túristar. Landið er eitt túristagettó með höstlerum á hverju götuhorni. Ferðamenn kynnast Faróa-Egyptalandi betur en nútíma Egyptalandi. Fáránlegur aðgangseyrir að söfnum og merkisstöðum. Byggingar og sýningagripir frá Forn-Egyptum eru eftirlíkingar - þó að öðru sé gjarnan haldið fram. Nauðsynlegt að prútta allt, meira að segja tebollann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.