8.1.2010 | 07:39
Krítík frá Kaíró
Kaíró er eina höfuðborgin í Miðausturlöndum þar sem jafnvel skóbúðir eru opnar vel yfir miðnætti. Verst er umferðaröngþveitið og mengunin. Að komast milli borgarhluta með strætó getur tekið vel á annan klukkutíma.
Jerúsalem er Guðdómleg, í orðsins fyllstu merkingu. Þar kallast á nútíð og fortíð, íslam og gyðingdómur, stríð og friður.
Þrátt fyrir regluleg sprengjuregn undanfarna áratugi hefur Beirút ekki tapað sínum sjarma í frjálslyndi og fjölmenningu. Matarmenningin og næturlífið skákar næstum Jerúsalem við.
Í Amman eru góðar falafel-samlokur. Meira verður ekki sagt.
Gamli hlutinn af Sana hefur klárlega tekið minnstum breytingum. Fallegra borgarlandslag er vanfundið, sérstaklega horft frá fyrstu skýjagljúfrum heims".
Meðal ferðmann er í tísku að tala illa um Theran. Borgin er áægt útaf fyrir sig, nútímaleg og þægileg. Gestrisni borgarbúa bætirum alla gallana og gott betur.
Múhameð spámaður neitaði að stíga fæti inn fyrir Damaskus vegna þess að hann vildi einungis heimsækja himnaríki einu sinni. Líklega ein af ranghugmyndum þessa manns - líklega, því hvað veit ég um útlit himnaríkis.
Ég veit heldur ekki meir um höfuðborgir heimshlutans.
Jemen Gamli bærinn í Sanaa.
Athugasemdir
Þetta er ekkert Sanaa á myndinni heldur piparkökuhúsaþorpið í Noregi !
Ragnar Sigurðarson, 8.1.2010 kl. 09:20
Ótrúlega flottir skýjakljúfar!
Elín (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 10:32
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 8.1.2010 kl. 11:47
Sammála með Jerúsalem. Hef ekki enn haft reynslu af hinum borgunum sem þú nefndir en það kemur allt með kalda vatninu.
Aron Björn Kristinsson, 8.1.2010 kl. 11:48
hahah piparkökuhúsaþorpið í noregi. mig langar í falafel núna!
sæunn (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 07:18
Ótrúlega sérstök hús. Flottustu piparkökuhús sem ég hef séð.
Anna Einarsdóttir, 9.1.2010 kl. 15:01
Það er mikið af svona húsum vítt og breytt um Jemen t.d. og Kario er líklega ekki eina höfuðborgin, þar sem skóbúðir eru opnar fram á nótt, því það á líka við um Sanaa a.m.k.
Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2010 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.