. - Hausmynd

.

Treystið trúarofstækismönnum!

Madrassah-nemendur

Í túristagettóinu Egyptalandi þykir sjálfsagt að snuða ferðamenn. Maður þarf jafnvel að prútta tebollann sem er spurning um stolt fremur en peninga. Maður vill ekki að loddarinn hafi vinninginn.

Þegar við Maddí vorum í Abu Simbel, sagðist ég engum treystalengur - nema trúarofstækismönnum. Þeir væru of Guðhræddir til að standa í svindli.

Daginn eftir fórum við á lókal veitingastað þar sem vertinnleit út eins og leiðtogi Múslímska bræðralagsins. „Tuttugu pund á kjaft,“ sagði hann.

Ég efaðist ekki eitt augnablik og var hinn ánægðasti að rekast á þennan vingjarnlega föndamentalísta sem las Kóranrit milli þess hann skenkti hrísgrjón og kjúkling.

Við fórum aftur á veitingastaðinn degi síðar en þá voru bara unglingar að vinna, klæddir gallabuxum og stuttermabolum (heiðingjar!)

Þeir rukkuðu helmingi minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoða staðina semsagt tvisvar. :)

Takk annars fyrir þessa bloggsíðu, ég hef eytt eflaust klukkutíma núna í að lesa bakfærslurnar og skoða frábærar myndir, öfunda þig af kennslunni frá Steve McCurry.

Kveðja.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Langar líka til að þakka þér skemmtilega sýn á heiminn.

Þórhildur Daðadóttir, 10.1.2010 kl. 22:40

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

eru þeir með einhvern verkamannamat þarna úti ?

 ég held að það sé búið að leggja verkamannamatinn af hérna á Selfossi, engir verkamenn eftir..

Ragnar Sigurðarson, 11.1.2010 kl. 12:56

4 identicon

Flottar myndir.

Frábært snarpt útklikk á sögunni.

kv.Sigm. 

-sigm. (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband