. - Hausmynd

.

Skopleg skriffinnska

Sudan 

Skriffinnskan í Súdan slær öllu við. Gott dæmi er ferð mín á skrifstofu yfirvalda stuttu eftir komu í Vadi Halfa til þess að „skrásetja" mig. (Í leiðinni vildu þeir upplýsingar um fjölskylduhagi, trúarbrögð og nafn móður.)

Skráningin tók eilífð vegna þess að ég þurfti að fara milli sjö skrifstofna í byggingunni. Einn maður hefði getið afgreitt málið á mínútum.

Eini munurinn á embættismönnunum var liturinn í kúlupennunum þeirra. Grínlaust gerði einn skrifstofumaðurinn ekkert annað en að krota tvö strik - en það með rauðan penna meðan aðrir héldu bláum.

„Lánaðu mér penna," sagði einn skrifstofumaðurinn sem kallaður var Kapteinninn. Ég greip penna merktan Framsóknarflokknum úr töskunni.

 „Þetta er svartur penni!" sagði Kapteininn og hætti að skrifa í miðju orði. „Aðeins forsetinn notar svartan penna."

Þar höfum við það. Omar al-Bashir er eini embættismaður Súdanska lýðveldisins (sic!) sem notar svartan penna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í samanburði við þetta hljómar ísraelskt skrifræði sem walk in the park :)

Anna Tómasdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:26

2 Smámynd: Brattur

Er þá Omar al-Bashir Framsóknarmaður ?

Brattur, 14.1.2010 kl. 19:57

3 identicon

Hafa Frakkar nokkuð verið þarna? Hjá þeim gengur maður einmitt með blöð á milli hæða.

Ég er samt ánægð með að nafn mitt sé komið á pappír hjá þeim.

Elín (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Egill Bjarnason

Omar al Bashir er Framsoknarmadur.

Egill Bjarnason, 16.1.2010 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband