15.1.2010 | 17:35
Hvernig er andskotinn á arabísku?
Var að fatta eitt helvíti merkilegt. Blótsyrði eru ekki til í arabísku.
Þegar hlutir fara úrskeiðis er sagt eitthvað í líkingu við Guð minn góður.
Í dag sprakk dekk á rútunni minni. Djöfullinn hugsaði ég en bílstjórinn tautaði O, Allah.
Kannski hef ég rangt fyrir mér. Kannski bölva arabískumælandi miklu oftar en ég geri mér grein fyrir.
En það er allavega ekki til neinn almennur frasi einsog helvítis fokking fokk.
Athugasemdir
Eins og hjá ýmsum öfgamönnum á Íslandi, mun Jahud vera andskotinn upp á arabísku. Prófaðu þetta næst þegar þú vilt blóta í Arabí
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2010 kl. 18:35
iblis er = djofullinn sjalfur
shaytan= er "satan" en venjulega notad sem otekkur eda vandraeda gemill.
daemi.
Inta marra shaytan: = Tu ert meiri prakkarinn
Ana iblis!:= Eitthva sem enginn myndi segja) tydir: Eg ER djofullinn... frv.
en eg er sammala. Ad blota a arabisku er ekki audvelt. Tad er ekki einu sinni audvelt ad klaemast. Tungumalid er allt byggt upp a mjog puritaniskan hatt.
En eg elska tetta tungumal.
Heimir Helgason (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 02:03
Takk fyrir innleggid Heimir.
Egill Bjarnason, 16.1.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.