. - Hausmynd

.

Áfram Mósambík!

Wadi Halfa 

Þegar þetta er skrifað eiga Egyptar við lið Mósambíkur í African Cup. Allir á hótelinu hér í Súdan eru límdir við sjónvarpið - nema ég auðvitað.

Egyptaland hefur yfirhöndina. Í hvert sinn sem þeir skora fagna flestir áhorfendurnir á hótelinu. Gleði þeirra virðist gjörsamlega tilgerðarlaus.

Á meðan eru tveir stuðningsmenn Mósambíkur. Þeir hafa ekki sést í seinni hálfleik - eða síðan þeir stormuðu út algjörlega niðurbrotnir.

Af hverju get ég ekki haldið athyglinni yfir fótboltaleik lengur en 90 sekúndur!? Ég hef reynt og reynt og reynt.

Ég vil geta notað sunnudagana í að horfa á menn á Englandi sigra íþróttaleik.

Ég vil geta öskrað á sjónvarpsskjá í 90 mínútur án þess að þykja klikkaður.

Ég vil geta grýtt ljósritunarvél og notið fullkomins skilnings fólks. Fólks sem þekkir reiðina við að sjá sitt lið tapa. 

Og hvaða afsökun hef ég fyrir að grýta ljósritunarvélinni í Arsenal-mann?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

...fyrirgefðu - en þetta er djúpstæður erfðagalli. -faðir

Bjarni Harðarson, 18.1.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: GK

Maður þarf aldrei að hafa neina sérstaka afsökun til að grýta Arsenal menn...

GK, 18.1.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Brattur

Fátt er eins hressandi og að öskra úr sér lungun yfir fótboltaleik... steikja svo pönnukökur á eftir og fá sér kalt mjólkurglas...

Brattur, 18.1.2010 kl. 23:47

4 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

þú ferð bara að koma með okkur til palla þegar þú kemur heim ! þú heldur allavega með liverpool, getur verið stoltur af því

Ragnar Sigurðarson, 19.1.2010 kl. 09:00

5 identicon

Ef þú heldur með Liverpool er ekki skrítið að þú endist ekki lengi í að horfa, það er slíkt hörmungarlið að það er ekki hægt að horfa á það spila :/

En þú ert að missa af miklu. Prófaðu að halda með Man.utd. og horfa á einn leik með því hugarfari, það virkar a.m.k. fyrir mig.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband