25.1.2010 | 17:00
Andlitslaus á Fésbók
Lenti á spjalli við þrjár háskólastúlkur á markaðnum í Khartúm.
Ein var með fallegan húðlit og áberandi fæðingarblett á kinninni.
Önnur var með nef araba og varir Afríkumanns.
Sú þriðja var með gleraugu og brún augu en andlitið var að öðru leyti hulið svartri blæju.
Þær spurðu - allar þrjár - að þessu venjulega How do you like Sudan? og báðu um netfangið mitt.
Addið mér á Facebook," sagði ég þegar þær kvöddu.
Sú andlitslausa var fyrst til að svara:
Við gerum það!"
Ónefndur Súdani Veit ekki hvort þessi er á Facebook.
Athugasemdir
Hæ hæ. Frabært ad fa ad fylgjast svona med ter. Ertu a leid til Uganda? Var ad koma tadan eftir 6 manada dvol. Frabært land....
Elísabet (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:01
Þær verða vonandi ekki grýttar fyrir að hafa talað við útlending á svo opinskáan hátt. Að kála þremur ungum stúdínum er ekkert vandamál í landi með svo marga steina og þjóðarmorð á samviskunni, í nafni Muh...s, sem ekki vill láta mynd af sér á Facebook.
Hvernig er nef araba? Áttu til mynd?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2010 kl. 08:39
uppfaersla: sjalfsmyndin hennar a fesbok er tolvuteiknud.
Egill Bjarnason, 26.1.2010 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.