1.2.2010 | 08:39
Ísland og sjálfsmorðingjarnir
Á ferðalögum hitti ég mikið af Vesturlandabúum. Auðvitað færri á stöðum eins og Sómalílandi, Jemen og Súdan en stöku ferðamann eða hjálparstarfsmann. Sem er eins gott, því samtöl við heimamenn á bjagaðri ensku eru þreytandi til lengdar.
Útlendingar minnast ekki á efnahagsmál þegar ég segist vera frá Íslandi. Þeir Bretar sem ég hef hitt á undanförnum mánuðum vita ekki einu sinni af Icesave. Eru það þó yfirleitt frétta-týpurnar.
Fólk flaggar sinni Íslandsþekkingu. Nefnir til dæmis náttúruna, Sigur Rós og Björk.
Margir spyrja útí hitastigið og verða hissa þegar ég útskýri að í raun sé Ísland ekki svo kalt.
Svo er einn og einn - raunar truflandi margir - sem slengja fram þeirri vitneskju" að sjálfsmorðstíðni sé mjög háa á Íslandi!
Ég veit ekki hvaðan þessi misskilningur er ættaður. En fólk á örugglega auðvelt með að trúa að þær mannskepnur sem virkilega búi á þessum ískalda útnára séu skrefi frá því að ganga í sjóinn.
Kaupmadur i Somalilandi Afgreidir Islendinga, thratt fyrir allt.
Athugasemdir
Þú getur frætt þá um að við erum í 38. sæti. T.d. tveim sætum neðar en norðmenn. Bretar drepa sig raunar helmingi sjaldnar, en þeir drepa hvorn annan nokkrum sinnum oftar en við miðað við höfðatölu, svo ætli að það jafni ekki sakir.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2010 kl. 10:59
Gæti verið að þeir séu að rugla okkur við Grænlendinga, hef heyrt að þeir stunda það nokkuð mikið að stytta sér aldur.
Aron Björn Kristinsson, 1.2.2010 kl. 22:38
gott ad vita thad!
Egill Bjarnason, 3.2.2010 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.