2.2.2010 | 11:50
Kaffiþjóðin Eþíópía
Erum núna í heimahéraði kaffisins. Héðan breiddist drykkurinn um heim allan eftir að bóndi einn tók eftir að geiturnar hans urðu örar af því að éta ákveðna baunaplöntu.
Eþíópíumenn hafa drukkið kaffi síðan.
Að hella upp á könnuna er ekki gert í neinum hálfkæringi. Kaffi-athöfnin svokallaða fylgir ritjúali sem minnir á trúarathöfn.
Að lokinni athöfn, sem tekur að meðaltali 28 mínútur, safnast allir nærstaddir saman og drekka kaffi eins og það á að vera:
Heitt. Sterkt. Lítið. Svart.
Athugasemdir
Alvöru fólk!
Elín (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:30
Nú langar mig í kaffi
Ásdís Sigurðardóttir, 2.2.2010 kl. 16:55
Jamm. Segðu okkur meira.
Bergur Thorberg, 2.2.2010 kl. 23:53
gaman ad tu sert kominn aftur a thennann stad. nuna langar mig i kaffibolla! hafid tad gott:)
saeunn (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.