. - Hausmynd

.

Allir hvítingjar eru eins

omo031109 338

Afríkumenn segja mér að allir hvítir menn líti eins út.

Sömuleiðis!

Fyrstu vikurnar lagði ég á minnið skóstíl þeirra manna sem ég þurfti að þekkja aftur.

Ég verð hins vegar að hryggja rasista með því að þeir eru jafn ólíkir í útliti og við.  

Glöggsemin veltur á vana.

Hótelmaður í Súdan viðurkenndi fyrir mér, eftir að ég hafði spurt um ferðir annars ferðamanns, að Evrópumenn væru vissulega breytilegir en í hans augum rynnu andlitin saman í eitt.

„En Kínverjar eru allir eins," fullvissaði hann mig.

Leiðsögumaðurinn Kutcha Þeir sem eiga leið um Arba Minch skulu leggja þetta andlit á minnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög gaman að lesa bloggið þitt

arnbjörn (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:33

2 identicon

Ég tek undir þetta, þetta veltur á vana.

Ánægður með skótrikkið! Það virkar a.m.k. á meðan þeir sem þú hittir ganga á annað borð í skóm...

Máni Atlason (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 10:06

3 identicon

hahah. hvaða vitleysa, það er ekkert mál að greina í sundur kínafólkið !

saeunn (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband