. - Hausmynd

.

Glósur frá ferðamanni: Eþíópía

harar151109 096 

Plús: Menning Eþíópíumanna á sér hvergi hliðstæðu. Eigin hefðir, eigin matarmenning, eigið tímatal. Auðveldlega hægt að eyða mánuðum á ferðalagi. Passlega túristavætt. Hitastig er mátulegt vegna fjallendis. Lítið um malaríu. Kaffibollinn kostar 20 krónur og diskur af beujonette 100 krónur.

Mínus: Enskukunnátta er takmörkuð. Vanþróun. Seinfarnir fjallavegir og langar rútuferðir. Tónlistarsmekkur landans er hörmung og græjurnar alltaf í botni. Útbreitt viðhorf að hvíti maðurinn sé gangandi peningaveski. Túristar, kristniboðar og „hjálparstarfsmenn" hafa spillt samfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott mynd:) Kv. Elín

Elín (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þegar það er byrjað að borga sig fyrir háskólagengin einstakling að vinna sem býlstjóri fyrir "hjálparstarfsmenn" vegna ensku kunnáttu, frekan en að vinna að uppbyggingu og menntun landsins þá er eitthvað að.

Fannar frá Rifi, 15.2.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Ertu hættur að senda mail :o

 spurning um að koma við í Eþíópíu í næstu danmerkurferð.

Ragnar Sigurðarson, 16.2.2010 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband