17.2.2010 | 09:34
Orðnir sögupersónur í vestur Eþíópíu
Við leigðum bíl einn daginn til þess að komast frá bænum Teppi til Bonga - leiðin sjálf er jafnvel flottari en bæjarnöfnin.
Á henni miðri sprakk dekk og í ljós kom að varadekkið var gaddslitið.
Meðan bílstjóri okkar heimsótti dekkjaverkstæði fórum við á röltið og römbuðum inn á vikulegan markað þar sem bændafjölskyldur úr nærliggjandi sveitum skiptust á vörum.
Allt ætlaði að keyra um koll. Börn sem fullorðnir hlupu undan okkur í skelfingu eða þyrptust að í forvitni.
Hvíta menn virtust fæstir hafa séð nema á sjónvarpsskjá til þessa.
Þeim fannst eins og geimverur hefðu lent í Sísjínta. Okkur fannst eins og við værum lentir í Absúrdistan.
Að kaupa banana Með áhorfendur lengra en linsan nær.
Athugasemdir
Absúrdistan hljómar spennandi.
Sæunn (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:42
Gaman
Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2010 kl. 17:06
Skilaðu kveðju til Bjarna, m.a. frá Ólöfu, sem þótti gaman að fá hann í heimsókn um daginn, eftir þeirra skrautlegu Indlandsferð fyrir margt löngu.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2010 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.