18.2.2010 | 08:00
Dauður asni og fleira skemmtilegt
Fékk að sitja í framsætinu, hliðin á bílstjóranum, í einni rútuferðinni um vesturhluta Eþíópíu.
Með einstakt útsýni yfir aksturslag bílstjórans komst ég að því fyrstur farþega að bremsuklossar rútunnar voru ónýtir. Hann gat einungis vélarbremsað með gírskiptingunni.
Þegar við ókum gegnum þorp, jók bílstjórinn ferðina svo að gagnandi vegfarendur myndu ekki voga sér út á götu.
Brjálæðingurinn bremsulausi ók niður asna og lenti næstum með rútuna á nautgripahjörð sem verið var að reka yfir veginn.
Að sitja frammí var semsé ekki eins afslappandi og ég hafði hugsað mér. Ég huggaði mig þó við það að ef bílstjórinn myndi klessukeyra eða húrra niður fjallshlíð þá yrði ég fyrstur farþega til að vita af því. Sem eru auðvitað mikil forréttindi.
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt Egill. Haldið þið feðgar áfram að skemmta ykkur (og okkur).
kv. kristín
Kristín G (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 12:56
hahaha..
Fjóla =), 24.2.2010 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.