28.2.2010 | 22:44
Kristniboðar, bjargið þessum djöfladýrkandi blámönnum!
Í Sunnudagsmogganum er rætt við íslenskan kristniboða í Eþíópíu. Viðtalið er að einu leiti gott. Það kristallar allt það yfirlæti sem einkennir íhlutun hvíta mannsins í landinu.
Látum vera þá staðreynd að 2000 ára hefð er fyrir kristni í Eþíópíu og landsmenn mun trúrækari en við eigum að þekkja.
Í sunnanverðu landinu er enn að finna samfélög heiðingja sem trúa á andann í sólinni, rigningunni og svo framvegis. Sumsé djöfladýrkendur, eins og kristniboðinn Kristján Þór Sverrisson kemst að orði í viðtalinu.
Samfélög þessi virðast ekki fá að vera í friði fyrir framandi mönnum. Hvítum mönnum sem telja frumstæða lifnaðarhætti óbjóðandi og menningu þeirra þaðan af verri. Blámönnunum verði að bjarga undan viðjum samfélagsins, þessum slæmu siðum og djöflinum sjálfum sem ræður öllu í lífi þeirra," svo vitnað sé aftur í Kristján.
Að sjónarmiðum sem þessum sé hampað árið 2010 er furðulegt. Álíka tímaskekkja væri að taka viðtal við mann sem teldi að samkynhneigð stafaði af illum öndum. Ég efast um að slíkt fengi forsíðutilvísun.
Meintur djöfladýrkandi Mynd sem ég tók í héraðinu þar sem íslensku kristniboðarnir starfa.
Athugasemdir
tek undir hvert orð.
Fannar frá Rifi, 28.2.2010 kl. 23:39
Í Súdan frömdu múslímskir "blámenn" þjóðarmorð á öðrum múslímskum "bræðrum" og kristnum í Darfúr - í kjölfarið á þurrkum.
Ef sólin bakar sóldýrkendur of mikið í Eþíópíu gæti farið fram keppni um að gera þá kristna eða múslíma. 33% íbúa Eþíópíu eru múslímar. Við vitum hvað þeir gera við bræður sína og aðra þegar þurrkarnir verð of miklir.
Ísraelsmenn, sem þú hefur oft ráðist duglega á hér á bloggi þínu, hefur sótt sitt fólk í Eþíópíu og meira til, því auðvitað er þeim ekki stætt á því að vera á meðal vargtrúarbragðanna. Gyðingdómur var búinn að vera lengi í Eþíópíu áður en Kristni og síðar Íslam komu með báli og brandi. Ofsóknir kristinna gegn gyðingum voru endalausar. Þeir flýðu meira að segja til Súdan, þar sem þeir voru fangelsaðir og pyntaðir og konum nauðgað. Trúboðar frá vesturlöndum tókst hins vegar oft að milda stöðu gyðinga í Eþíópíu.
Þú hefur einfalda heimssýn Austurlanda Egill, ef þú sérð ekki hvað er næstversti vandinn á eftir þurrkum í þessum heimshluta.
Og vissulega er rangt og ókristið hjá íslenska kristniboðanum að væna fólk um djöfladýrkun. Versta djöfladýrkunin fer nefnilega fram á Vesturlöndum meðal einfeldninga sem styðja við ofstæki í löndum Íslam, því þeir eiga sameiginlega fjendur: Ísrael og BNA. Sumir kristnir menn taka líka þátt í því hatri.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.3.2010 kl. 07:08
Þetta er góður pistill sem ætti að fá ramma í Mbl. eins og misjafnalega merkilegir pistlar fá oft á tíðum. Ég skil ekki hvað fékk VÖV til að fara út þá umræðu sem hann sekkur sér í. Ekki pistillin. Hann er um allt aðra hluti.
Sigurður Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 09:24
Góður pistill.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.3.2010 kl. 13:24
Enn einn anti-kristinn á ferð um bloggheima. Til hamingju með það.
Guðmundur St Ragnarsson, 1.3.2010 kl. 14:32
Það er svo virkilega sorglegt að maður eins og þú, sem býrð þarna úti núna, skulir horfa svona með vægast sagt einkennilegum hætti á þessar aðstæður sem margir hverjir þarna úti eru í.
Eða er það kannski bara þægileg staðreynd fyrir þig og þitt lífsviðhorf að horfa framhjá þeirri staðreynd sem felst í því að þessi svokallaða anda-trú boðar að ef barn fær tönn í efri góm fyrst að því skuli þá fórnað?
Kristniboðar á vegum hinna lúthersku kristniboðsfélaga á Norðurlöndunum hafa unnið gott og uppbyggilegt starf í þessum heimshluta á 20. öldinni og í upphafi þeirrar 21. Við erum að tala um heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir fólk sem hafði ekki einu sinni ritmál áður en kristniboðarnir heimsóttu þá!
Magnús V. Skúlason, 1.3.2010 kl. 16:40
Agjörlega sammála þér Egill.
Ég trúi sem sé, - á andann í sólinni, rigningunni, vindinum, jörðinni og öllu sem á henni lifir!
Vilborg Eggertsdóttir, 1.3.2010 kl. 18:53
Aðalatriðið: Samfélög þessi eru vanþróuð bændasamfélög. Farsælast er, að þau þróist á eigin forsendum. Hin allsráðandi íhlutun hefur gefið skelfilega raun sem er öllum víðsýnum aðkomumönnum ljós.
Ýmis hjátrú fylgir vanþróuðum samfélögum. Þær eru yfirleitt meinlausar – enda fólk í eðli sínu réttsýnt. Kristniboðunum hentar að auglýsa villimannslegustu hjátrúna og láta að því liggja að heiðingjunum muni ekkert um að slátra börnunum sínum! Bara að þeir tækju upp kristni – og læsu þá væntanlega hið brútalska Gamla testament.
Egill Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 18:56
Kudos á þig Egill. Jesúhoppararnir klára rökstuðning þinn svo kyrfilega fyrir þig hér að þú þarft engu við að bæta.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2010 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.