. - Hausmynd

.

Eignarréttur í Afríku

Eþíópía 

Skortur á eignarrétti hamlar þróun margra Afríkuríkja. Ræktunarlönd eru vannýtt og frumskógar ofnýttir vegna lögleysunnar.

Bændafjölskylda sem hefur ræktað sömu jörðina í kynslóðir hefur í raun enga pappíra upp á að landið sé hennar. Ýmist vegna þjóðnýtingarstefnu stjórnvalda eða sinnuleysis löggjafans við að skrásetjaeignarrétt.

Þó nágrannajörð téðrar fjölskyldu sé óræktuð, er henni ómögulegt að færa út kvígarnar. Eignarhald ónotuðu jarðanna er á huldu og því undir forsjá yfirvalda.

Þó svo stjórnvöld væru viljug til að láta jörðina frá sér, getur bóndinn á bænum ekki beðið bankastjórann um lán fyrir kaupunum. Hann á enga pappíra sem sýna eignir og veð. Bóndinn getur ekki einu sinni skráð sig til heimilis.  

Á meðan fjölskyldunni er gert erfitt að rísa úr fátækt getur auðvaldið sölsað undir sig ónotaðar jarðir. Þar með verður enn fámennt í millistéttinni sem veitir stjórnvöldum hvað mest aðhald.

Sömu sögu má segja um frumskóga. Heimamenn geta gengið á trén og ofnýtt gegn betri vitund þegar ábyrgð þeirra er engin. Dæmin sýna að heimamenn hugsa betur um auðlindina ef hún er færð þeim til umráða.

Í landi eins og Eþíópíu þar sem 80% landsmanna hafa atvinnu af landbúnaði, og milljónir þeirra skrimta við hungurmörk, geta lög um eignarrétt skipt sköpum.

Eftir hverju er verið að bíða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er grátlegt að sjá svona. þetta er eitt mesta böl afríku. í þeim ríkjum álfunnar þar sem eignarétturinn var höggvin grjót þá dafnaði ríkið. síðan þegar ríkið fór að hlutast til um þau lög og hver á hvað, hættu að virða eignarréttinn, þá hrynja ríki eins og spilaborg. Sunnar í álfunni liggur Zimbabwe, það var eitt ríkasta og þróaðasta ríki álfunnar. núna er það verst sett. allt útaf því að ríkið ákvað að spila á eignarréttinn. 

ég held að þessi litli áhugi á eignarréttinu hjá sumum stjórnvöldum sé til komin vegna þess að án eignarréttar þá eru stjórnmálamennirnir voldugri. þeir geta tekið land af einum og fært öðrum til þess að tryggja sig í sessi. ekki óalgengt að hershöfðingjar og aðrir valdamenn fái jarðir að gjöf til að tryggja fylgisspekt þeirra við stjórnvöld. 

Fannar frá Rifi, 10.3.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband