. - Hausmynd

.

Árangur hryðjuverkamanns

Karachi, Pakistan 

Nígeríumanninum Abdul Farouk Umar Abdulmutallab misheppnaðist vissulega að sprengja flugvél á leið til Detroit á jóladag. En honum tókst að gera öryggiseftirlit á Leifsstöð að fíflagangi. Sextíuprósent farþega til Bandaríkjanna eru teknir til hliðar fyrir flugtak. Þuklað á þeim og hvolft úrhandfarangri. Leitin er svo ítarleg að jafnvel hurðasprengja yrði uppgötvuð. Allir liggja undir grun útaf einum Afríkumanni. Hingað og ekki lengra. Flugferðum mun alltaf fylgja áhætta og þeir sem eru nógu klikkaðir til að sprengja flugvél láta ekki káf á Keflavík stoppa sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kæri Egill, Það er ekki bara Abdul sem hefur skapað ástandið í Leifsstöð og á þúsundum flugvalla heimsins. Nígeríumaðurinn Abdul kom fyrst fram á sjónarsviðið eftir að hinir vitleysingarnir voru búnir að hafa af öllum ferðalöngum vatn

Þeir eru langtum fleiri sem hafa sett sér að markmiði, að eyðileggja menningu okkar og ryðja henni í sjó fram, svo þeir geti stjórnað heiminum með forneskjulegum trúarbrögðum og mannfyrirlitningu frekar afbrigðilegra trúarbragða, sem urðu til út af öfund, ólæsi og hópæsingu í eyðimörkinni. Allar götur síðan hefur öfundin og hatrið einkennt framgöngu þessara trúarbragða. Blóði drifin saga þeirra er það sem aftrar för þinni, blóðug hönd þeirra er sú sama sem káfar á þér öllum þegar þú villt ferðast sem frjáls maður. Njóttu þess að ferðast, en mundu að öryggið á flugvöllunum er í boði öfganna, í þeim löndum sem þú hefur ferðast um, og oft á tíðum mært einum of lofsamlega.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.3.2010 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband