. - Hausmynd

.

Heimsborgarar ekki frá Hvergilandi

 Abaarso, Sómalíland

Að vera heimsborgari þykir víst töff. Maður sér hugtakið víða. Það ku til dæmis mjög heimsborgaralegt að ferðast með Iceland Express - eða var það Icelandair? 

Fyrir mér er sannur heimsborgari víðförull, kann að haga sér hvar sem er og hefur alþjóðleg sjónarmið.

Ég hef kynnst nokkrum en líka öðrum sem halda að heimsborgarahyggja feli í sér afneitun þjóðhyggju.

Sá sem ræktar ekki ættjörðina hefur ekkert markvert fram að færa í samfélagi heimsborgara. Ræturnar eru forsenda hins sanna heimsborgara.

Lenskan í nútíma borgarskipulagi virðist byggð á sama misskilningi. Að menningarsérkenni verði að víkja fyrir alþjóðlegu smekkleysi. Slíkar borgir verða, einsog Guðbergur Bergsson sagði um Frankfurt, dáldið einsog að fara inní ekkert.   

Evrópusinnar reyna gjarnan að slá sig til heimsborgara en lenda fljótt í mótsögn. Stórveldi þeirra er aðeins fyrir útvalda, líkt og þeir í Istanbúl þekkja. Heimsborgarar boða heimssýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snjallt, ekki síst niðurlagið.

Ekki sakar ef heimsborgarinn á gúmmístígvél og er ekki kauðslegur þegar hann er kominn í þau.

-sigm. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband