. - Hausmynd

.

Úti að hjóla

Wadi Halfa, Súdan

Sama spurning svífur um hugann í hvert sinn sem ég lendi ínýju landi. Nánar tiltekið þegar flugvélin snertir jörð, hemlar eftirflugbrautinni og taugaveikluðustu farþegarnir klappa. Mér verður litið útumgluggann og áfangastaðurinn yfirgefur ímyndunaraflið. Æ, hvert hef ég nú komiðmér ... Varla aftur snúið úr þessu.

Ég lenti í Dakar, höfuðborg Senegal, í fyrradag. Förinni er heitið þvers og kruss umvestanverða Afríku - á reiðhjóli. Samt engin hjólaferd, beinlínis. Reiðhjól er bara einfaldlega besti ferðamátinn. 

Vinnan við að gera reiðhjólið ferðbúið tók hugann af þessumhefðbundnu efasemdum sem fylgja fyrstu dögunum. Eða kannski var ég bara ofþreyttur eftir 23 klukkustund á flugi, frá New York til Dúbæ og þaðan tilDakar, nær sleitulaust. Náttúrulega klikkun því beint flug frá Bandaríkjunum hefðitekið sjö klukkustundir en jafnframt verið þrisvar sinnum dýrara. Íslenskirstuðningsmenn loftslagsbreytinga geta skilið eftir þakkir hér íathugasemdakerfinu.

Mynd úr safni Tekin í Súdan fyrir tæpu ári síðan. Vildi að ég gæti sagt að hann hefði gefið mér hugmyndina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn til Senegal:)

Elín Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 00:10

2 identicon

Alltaf jafn spennandi og óvænt að kíkja á bloggið þitt, Egill.. ég fylgist spennt með ferðum þínum. Bon courage (ekki tilvalið að dusta af frönskunni fyrst þú ert í Senegal? ,-) biz..

Dóra Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband