. - Hausmynd

.

Gambía og internetið



Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Gambíu, ólíkt flestum þjóðum.

Landamæravörðunum fannst alveg ferlegt að ég skildi sleppa í gegn án þess að borga fyrir vegabréfsstimpilinn.

"Ég hef aldrei heyrt að Ísland þurfi ekki vegabréfsáritun," sagði sá sem átti að stimpla vegabréfið. "Hvaðan hefuru þetta?"

"Frá þínum stjórnvöldum ... af internetinu."

"Internetinu!" sagði hann og hristi hausinn. "Aldrei treysta neinu sem stendur á netinu. Aldrei."

Hann stimplaði vegabréfið eftir að hafa fundið þartilgerðan lista - útprenntaðan af netinu.

---

Gambia er minnsta land Afríku og liggur inní miðri Senegal. Stærsti munurinn á ríkjunum er að í Gambíu er enska hið opinbera tungumál en Senegal er hluti af frönsku Afríku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má bæta við smá fróðleik um þjóðarfána Gambíu sem er stórglæsilegur en rauði liturinn í honum táknar sólina, blái liturinn í miðjunni táknar Gambíufljótið sem rennur í gegn um landið, neðst er síðan græni liturinn sem táknar skógi landsins. Hvítu rendurnar tvær tákna frið. Fáninn fagnar 46 ára starfsafmæli þann 18 febrúar næst komandi.

Ragnar Sigurðarson (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 23:17

2 Smámynd: Egill Bjarnason

Ja og forsetinn theirra segist hafa fundid laekningu vid alnaemi og ymsum odrum kroniskum kvillum.

Egill Bjarnason, 6.2.2011 kl. 22:50

3 identicon

sæll,rakts á bloggið þitt um daginn, og mjög gaman að fylgjast með þér. Ég lenti einmitt í þessu sama þegar ég fór í gegnum Gambíu. Þeir vildu ekki trúa mér að ég þyrfti ekki stimpil, þrátt fyrir að vera ekki á lista yfir lönd sem þarf þess, ég þurfti að tilkynna mig til immigration office í Basse til að fá réttann stimpil..haha

Hef einmitt ferðast um afriku á hjóli, virkilega gaman og allt öðruvísi upplifun. Goða skemmtun og gangi þér vel.

Friðrik Örn

Friðrik (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband