1.2.2011 | 00:00
Sakna sundlauganna

Sakna þess að sitja í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni og hlusta á einhvern fastagest nöldra yfir útlendingum sem fara ekki í sturtu áður en þeir hoppa ofaní.
Eftir langan dag á hjólinu, búinn að svolgra sex til átta lítra af vatni án þess að fara á salernið, hef ég samt talsvert hlýrri hug til köldu laugarinnar en oft áður.
Vestfirðir Krossneslaug.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.