. - Hausmynd

.

Réttur dagsins: Ekkert frá Ísrael

Háma

Háma, veitingasala Háskólatorgs, hefur enga stefnu varðandi innkaup á vörum frá Ísrael. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, sagði í samtali við blaðið að slíkt yrði að sjálfsögðu skoðað - óskuðu stúdentar eftir því.

Eftir hverju er Stúdentaráð eiginlega að bíða?

Framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum réttlætir alþjóðlega sniðgöngu. Aðskilnaðarstjórnin í Suður-Afríku lét undan slíkum þrýstingi á sínum tíma, enda annað varla hægt fyrir markaðsvætt ríki. Brot Ísraela eru skelfilegri, að margra mati. Samt hefur landið komist hjá viðlíka útskúfun. Ennþá.

Á undanförnum fimm árum hefur innflutningur frá Ísrael aukist um hálfan milljarð króna og nam í fyrra um 1021 milljón króna, samkvæmt Hagstofu Íslands. Hagur Palestínumanna hefur ekki beinlíns blómstrað á sama tíma.

Um er að ræða grænmeti, ávexti, byggingarefni og tæknibúnað. Félagið Ísland-Palestína birtir á vef sínum lista yfir algengar matvörur, til dæmis greipaldin og avókadó. En merkingar í verslunum eru oft villandi. Þannig er algengt að krydd „pökkuð í Hollandi" séu í raun framleidd fyrir botni Miðjarðarhafs. Og „product of Palestine" þýðir yfirleitt að varan komi frá ísraelskum landránsbyggðum í hertekinni Palestínu.

Samkvæmt upplýsingum frá Hámu eru paprikur og kryddjurtir fyrst og fremst þær ísraelsku matvörur sem háskólinn kaupir inn og þá gegnum fyrirtækið Banana. Magnið skiptir ekki máli heldur þau skilaboð sem Háskóli Íslands væri að senda byrgjum: Kaupið inn frá Ísrael og þið missið einn af ykkar stærstu viðskiptavinum. Það eru skilaboð sem allir fyrirtækjaeigendur skilja. Líka þeir í Ísrael.

(Birtist í Íslensku leiðinni, tímariti stjórnmálafræðinema, ritstýrt af ykkar einlæga þetta árið.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ást þú ekki úr hendi Assads forseta og annarra morðingja þegar þú ferðaðist um Miðausturlönd og hélst vart vatni fyrir ágæti þessara landa og stjórnarfarsins þar?

Hefur þú séð hótelið sem Össur bjó á á Gaza? Það var byggt af fólki sem braut og bramlaði öll gróðurhúsin sem Ísraelsmenn skyldu eftir heil á Gaza. 

Ísrael merkir ekki vörur sínar "Product of Palestine".

Kauft nicht bei Juden hrópar þú hér á torg eins og nasistarnir forðum.

Ég veit til þess að stór hópur manna kaupir sérstaklegar þær vörur sem félagið Ísland Palestína er að hvetja fólk til að kaupa ekki. Það fólk styður frekar lýðræðisríki en ríki sem virðist meira annt um að útrýma nágranna sínum en að framleiða mat handa börnum sínum.

Fræðilega séð, ættir þú ekki að getað skrifað þessa grein þína, því mikið af þeirri tækni sem er í nýjum tölvum hefur verið hönnuð eða þróuð í Ísraelsríki.

Hræsnari !

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2012 kl. 06:46

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað kaupir maður ekki ísraleskar vörur vitandi vits. Það er í raun og veru óskiljanlegt að viti borið fólk um heim allan, horfi aðgerðarlaust á og sætti sig við að ill öfl í Bandaríkjunum komi í veg fyrir að Friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna svari neyðarópum Palestínumanna og sinni hlutverki sínu í þessum "útrýmingarbúðum"

Talandi um Sameinuðu Þjóðirnar, Hvað um þá stofnun þeirra, sem fer mikinn í umræðunni þegar talað er um lönd eins og Írak og Íran og er ég þá að tala um Kjarnorku eftirlits stofnun þeirra. Er það líklegt að þeim hafi ekki borist til eyrna orðrómur um að Ísraelsmenn kunni að luma á þvílíkum tólum? Þetta ber allt að einum brunni og hef ég ekki geð í mér til að hugsa frekar um það lævísa fyrirbæri.

Jónatan Karlsson, 9.3.2012 kl. 09:51

3 identicon

Heimskt er heimaalið barn þó víða þvælist.

ocram (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 11:52

4 identicon

Ánægjulegt að verslun á milli Ísrael og Íslands skuli vera að aukast. Sérlega gaman að nota þennan vettvang, og þetta tækifæri til þess að lýsa yfir ánægju minni.

Maður lætur nú ekki nokkra últra-öfgasinnaða vinstrimenn aftra sér frá því að kaupa vandaðar og góðar vörur frá eina alvöru lýðræðisríkinu þarna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sem sagt, ekki bara góðar vörur, heldur stuðningur við frelsi og lýðræði. Verður þetta nokkuð betra?

Hilmar (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 13:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Egill fær hér aldeilis andmælin og ýmis þeirra að verðleikum.

Það er fráleitt að ýta á um viðskiptabann á lýðræðisríkið Ísrael.

Jónatan, það eru engar útrýmingarbúðir í Landinu helga á vegum Ísraela.

Ennfremur hefur Ísrael átt kjarnorkuvopn í marga áratugi án þess að beita þeim.

Þú mættir hins vegar hyggja að hinu, að nú er utanríkisráðherra Írans farinn að hóta útrýmingu Ísraels–––já, núna í þessari viku gerði hann það.

Ahmadinedad er þannig ekki einn um slíka vanstillingu sem getur komið af stað útrýmingarstríði.

Og Egill, myndirðu frekar kaupa appelsínur af Hamas, Hitsbolla eða al-Qaída en Ísraelum?!

Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 14:28

6 identicon

Eg kaupi mjøg gjarnan vørur fra israel.  Tvi tad eru godar vørur.

Segir ekki einhvers stadar ad meira gildi se i gjørdum en ordum.

Se nokkurt vit i teirri gømlu speki er augljost ad godu gildin eru einmitt i Israel.  Einfalt mal.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:55

7 Smámynd: Egill Bjarnason

Strákar, minnið mig á að skrifa næst grein um þessi þrjú prósent þjóðarinnar sem enn styðja Ísraelsríki. Þau eiga eitt sameiginlegt.

Egill Bjarnason, 9.3.2012 kl. 18:38

8 Smámynd: Mofi

Egill, finnst þér í góðu lagi að myrða miljónir manna?

Mofi, 9.3.2012 kl. 19:20

9 identicon

Það lítur út fyrir að prósentuhugtakið vefjist fyrir þér Egill. 

Líklega alveg eins og þetta með miðausturlöndin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 20:17

10 identicon

Är det inte problem för dig att vara 25 procent tysk och bära på detta enorma Israelhat?

dubbelt medborgarskap (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 20:52

11 identicon

Eftir undirtektum að dæma þá er bara ekkert að athuga við meðferð Ísraelsmanna á Palestínumönnum.  Auðvitað á ESB að taka Ísrael "hreðjatökum" t.a.m. með influttningstakmörkunum svo þeir hætti þessari öfgastefnu sinni gagnvart Palestínu.    

  Ef það er rétt sem ráða má af ummælum hér að Palestínumenn séu svona voðalega vont fólk, réttlætir það samt nokkuð mannréttindabrotin gagnvart þeim?

Þetta eru ekki bara 2 þjóðir að deila, þetta er ein þjóð að kúga aðra, ýmist með aðstoð eða þegjandi samþykkt alþjóðasamfélagsins.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 21:05

12 identicon

Vel má vera að minnihluti Íslendinga styðji Ísrael.

Það þýðir samt ekki að þeir hafi rangt fyrir sér.

ocram (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 21:35

13 identicon

Er ekki öllum nákvæmlega sama hvað ofalinn krakkabjáni á ÍSlandi hefur um þetta mál að segja?

Þessi kvilli er ekkert óþekktur, millistéttarbörn hafa haft þetta fyrir sið nokkuð lengi, að finna sér einhvern tilgang í lífinu með því að gæla við öfgaöfl, sem þeim finnast kúl og flott.

Austurlanda Egill, hversu hallærislegur getur einn drengstauli orðið?

Einhver Arabíu Lárens fetish?

Krakarnir í dag lýsa þessu ágætlega með þriggja stafa skammstöfun, OMG.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 21:59

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað sem öðru líður, virðist Egill eiga fá rök í sarpi sínum.

Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 22:12

15 Smámynd: Egill Bjarnason

Til þess að auðvelda fólki lesturinn, ætla ég að taka saman helstu gagnrýni:

1. Ég hata gyðinga en hef notið góðs af hugviti þeirra. Ergo: Hræsnari.

2. Ég er heimskur, þrátt fyrir að hafa farið að heiman.

3. Einungis últra-öfgasinnaðir vinstrimenn sniðganga ísraelskar vörur (gaman væri að vita hvað öfgamenn án forskeytis gerðu).

4. Þeir sem vilja sniðganga ísraelskar vörur vilja frekar verslar við Hizbollah, Al-Qaeda og Hamas - svona þessa helstu matvælaframleiður í heimi.

5. Ísraelskar vörur eru góðar (fyrir þá sem telja aukaatriði að grænmeti og ávextir séu ferskvörur).

6. Útúr greininni má lesa að höfundi þyki rétt að drepa milljónir manna.

7. Ég er kvart-Þjóðverji og þar af leiðandi and-semítískur.

8. Ég er ofalinn og með Arabíu Lárens fetish.

9. Ég nota rökleysur.

Egill Bjarnason, 9.3.2012 kl. 23:56

16 Smámynd: Mofi

Ef að einhver tekur málstað Palestínu á móti Ísrael þá er hann að setja sig í hóp sem vill myrða miljónir.  Ég held að fæstir gera sér grein fyrir því þegar þeir úthúða Ísrael.

Mofi, 10.3.2012 kl. 00:25

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Egill getur ekki gert að því að hann er kvartþýskur, frekar en Stebbi að hann sé sætur, en ef það er satt að hann hati gyðinga, sem enginn hefur reyndar sagt um hann hér að ofan, er ekki furðulegt að hann geti ekki borðað það sem gyðingar búa til, og enn furðulegra að hann sé með tölvu sem virka, þótt hún sé með Political Correctness Virus Inside.

Vonandi bragðast döðlurnar frá Íran vel, sem vaxa nærri hengingarlundum Amadinejads. Þú getur nartað í þær Egill sem háseti á báta- eða asnalest frá Tyrklandi til Sýrlands til að koma í veg fyrir þjóðarmorðið þar, þar sem fólki er slátrað eins og í gettóum.

Reyndu að fullorðnast Egill minn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2012 kl. 00:26

18 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Þetta er eins og að lesa kommentakerfið hjá DV.is, þvílíkt heimskuleg ummæli frá fullorðnum mönnum hérna, meðan þið sitjið heima í tölvunni að rífast á netinu og haldið að þið getið breytt heiminum með þeirri aðferð þá fór Egill á sama tíma út til að kynna sér málin 1st hand.

Mofi ummæli þín hér að ofan eru vægast sagt heimskuleg og lýsa fáfræði þinni, enda kemur það ekki á óvart þegar þú segist aðhyllast biblíulega sköpun.

Ragnar Sigurðarson, 10.3.2012 kl. 02:14

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekkert heimskulegt við biblíulega sköpun, Ragnar, nema þú haldir, að þar sé átt við, að allt hafi endilega gerzt í smáatriðum eins og þar er ritað frá orði til orðs; en miklu fremur er heimskulegt að trúa á tilurð jafn-flókinna vera eins og okkar eða annarra dýrategunda fyrir samansafn tilviljanakenndra orsaka og afleiðinga og náttúruvals. Horfðu á þáttinn um mannslíkamaann eftir Silfur Egils á morgun.

Hitt er eflaust rétt hjá þér, að samstaða með Palestínumönnum á móti Ísrael þarf alls ekki að þýða, að menn VILJI að milljónir verði myrtar. Af seinni setning Mofa máttu líka ráða, að sú var ekki meining hans.

Jón Valur Jensson, 10.3.2012 kl. 14:47

20 identicon

Sænskumælandi athugasemd vegur að pistlahöfundi á grundvelli kynþáttar, væntanlega útfrá því að hin ágæta amma hans sé þýsk.  Vilhjálmur tekur á sinn hátt undir.   Þetta minnir á öfgafeministana sem telja sig geta úthúðað karlmönnum með hætti sem þeir myndu aldrei líða að yrði notaður gagnvart konum, a.m.k. þeim sem eru af "rétta" taginu.   Eitthvað þætti nú að ef farið væri að dylgja um afstöðu manna hér út frá því að þeir væru kvartgyðingar!

Vilhjálmur telur pistlahöfund ranglega telja sig ásakaðan um Gyðingahatur, þó sænskumælandi innlegg gefi það í skin með því að tengja meint Ísraelshatur við þýskt þjóðerni (mér er ekki kunnugt um að Þjóðverjar hatist við Ísrael). Svo fellur Vilhjálmur sjálfur í þá gryfju að rugla þessu saman með Kauft nicht bei Juden  tilvitnuninni þegar Egill er að hvetja til viðskiftsniðgöngu við Ísrael.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 15:47

21 identicon

Einhvern vegin læðist að manni sá grunur að það sé einkum í Ísrael sjálfu sem menn vilji tengja saman ríki og kynþátt. Þannig að andúð við ríkið Ísrael sé þar með um leið andúð gagnvart gyðingum og þar með sé hægt að afgreiða gagnrýni á stefnu Ísrael (t.d. í málefnum Palestínumanna) sem gyðingahatur.     Þar sem ég er nú bara íslenskur afdalamaður (og þar með háður vestrænum fréttamiðlum um málin fyrir botni Miðjarðarhafs) þá væri áhugavert að fá sjónarmið Ísraelfróðra manna á þetta.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 15:56

22 Smámynd: Mofi

Ragnar
Mofi ummæli þín hér að ofan eru vægast sagt heimskuleg og lýsa fáfræði þinni, enda kemur það ekki á óvart þegar þú segist aðhyllast biblíulega sköpun.
Þegar ráðamenn í Palestínu kalla á útrýmingu Ísraels og dauða yfir gyðingum þá skil ég það þannig að þeir vilji myrða miljónir gyðinga. Ég einmitt held að Egill sé ekki á þeirri skoðun og var að vona að hann væri til í að fordæma þannig hugsunarhátt. Hérna er smá sýnishorn af hvaða viðhorf eru svo algeng meðal þessara manna og ég var að vona að þið félagarnir væru sammála um að þetta sé ekki í lagi, sjá: http://www.jewishvirtuallibrary.org/jsource/myths/mf25.html

Mofi, 10.3.2012 kl. 21:07

23 identicon

Jag ber Egill Bjarnason och andra berörda förbehållslöst om ursäkt. Mitt inlägg var mycket dumt och jag ångrar det djupt.

dubbelt medborgarskap (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 07:50

24 identicon

see what the heLL is this business.

"Hamar Catering campus has no policy on procurement of goods from Israel. Rebekah Sigurdardottir, Information Félagsstofnunar student, told the newspaper that this would of course review - requested by students.

After each Student is really waiting for?

Israeli behavior towards Palestinians justifies international avoidance. Separation board in South Africa gave such pressure on their time, and other hard not to market a moist state."

i'LL give you a moist state.

Diana Miller (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 00:33

25 Smámynd: Egill Bjarnason

We are talking about moist in Israel. Simple.

Egill Bjarnason, 13.3.2012 kl. 12:05

26 identicon

Eruði fáráðarnir búnir að gleyma því að yfirleitt eru það Ísraelsmenn sem byrja árásirnar? Og ekki nóg með það, heldur droppa þeir fosfórsprengjum á matarbyrgðir rauða krossins? Fréttirnar í kvöld eru gott dæmi. Hamas sprengdu ekkert meðan Ísrael lét þessu rigna yfir landamærin.

Og til að gera þetta einfaldara. Þá STÁLU, já STÁLU, þeir landinu af Palestínumönnum og rökin sem voru notuð voru hlægileg þá og eru það enn. Nú auðvitað áttu þeir skilið að vera þarna því í bilbíunni bjuggu gyðingar á þessu landsvæði. Það er líka bara fyndið að einhverjir Omega fáráðar sem eru að kommenta hér eru með það eitt í forgangi að aftra framgöngu frelsis og þróunnar í heiminum. Hafiði ekki líka tekið eftir því hvað allir þeir sem trúa á sköpunarsöguna, eru oftast langt á eftir öllum öðrum? Enda kristallast það hér í þessu kommentakerfi.

Svarið mér þessu. Væruð þið eitthvað sáttir, ef einhver kall sem átti húsið sem þið búið í fyrir 45 árum. Kæmi bara og tæki það því hann átti nú einu sinni heima þarna? Ég ætla að efast um það, en ég get vel trúað ykkur vanvitunum sem kallið ykkir fullorðna menn að segja "Jújú, biblían segir að við eigum að bjóða hinn vangann, ÞANNIG ÉG GAF HONUM BÍLINN LÍKA"

Það eina sem Egill vill er að það sé tekið á Ísraelsmönnum til að koma á frið þarna. En þið eruð svo vitlausir að þið snúið þessu upp í að hann vilji eithvað Genocide. Og það eru einmitt manneskjur eins og þið sem eruð að koma í veg fyrir að það geti ekki rétt einu sinni verið friður á þessari plánetu.

Og nú er bara bíða eftir útúrsnúningunum. Takk fyrir mig.

Einar (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 20:06

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlastu til að við trúum ÞÉR, Einar?

Af hverju skrifarðu svona heimildalaust?

Vantar kannski heimildir?

Jón Valur Jensson, 14.3.2012 kl. 02:19

28 identicon

Það vantar engar helvítis heimildir. Þetta er það sem kallast COMMON KNOWLEDGE, eitthvað sem vantar í þitt heilabú.

http://www.vtjp.org/background/gazaweapons.php

Er þetta nóg fyrir þig? Nei örugglega ekki, því miðað við þig, þá kanntu líklegast ekki ensku. Og eins og ég bjóst við, útúrsnúningar á útúrsnúninga, komdu með almennileg svör áður en þú tjáir þig.

Ef þú kannt eitthvað á internetið og hefur skoðað það, þá ættiru einnig að hafa séð allar þessar heimildir undanfarna mánuði.

http://www.youtube.com/watch?v=A5drXEXkf9s horfðu og lærðu.

Einar (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 14:03

29 identicon

Jón Valur. Hvar eru þínar heimildir? Ef eina heimild þín fyrir góðu siðferði er Biblían þá tel ég nú ekki mikið að marka það...

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 16:25

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýndist Einar vera að taka um nýlega atburði í innleggi sínu kl. 20:06 á þriðjudagskvöld, en svo vísar hann hér kl. 14.03 til heimildar í frétt frá 14. janúar 2009. Og af því að hann hefur eðlilega grun um, að sú heimild nægi mér ekki, vísar hann í myndband frá 26. marz 2010 þar sem dr. Norman Finkelstein svarar fyrirspurn í 3,24 mín.

Jæja, þetta eru víst þær heimildir sem Einar hefur. So much for them.

Svo heldur hann, að ég kunni ekki ensku!!!

Gunnlaugur, heimildir kaþólskra fyrir góðu siðferði eru ekki einungis Biblían, heldur líka skynsemi og rökhugsun.

Jón Valur Jensson, 15.3.2012 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband