24.2.2007 | 21:16
Tískuklæðnaður og andspyrnutákn
Fékk það verkefni í félagsfræðiáfanga - sem fjallar um þróunarlönd heimsins - í Fjölbrautaskóla Suðurland að skrifa frétt um eitthvað sem tengdist þriðja heiminum. Þetta er afraksturinn.
Sala á svonefndum kafíum, ævafornum þjóðernisklæðnaði araba, hefur stóraukist á Vesturlöndum á síðastliðnum árum eftir að tískufrömuðir hófu útbreiðslu þess. Í takt við vinsældirnar hefur kafían komist í tísku hér á landi, sérstaklega á undanförnum mánuðum. Samkvæmt athugunum greinarhöfundar höfðu hinsvegar fæstir hugmynd um að þessi köflótti klútur væri sterkt pólitískt andspyrnutákn frá Miðausturlöndum.
Kafíur urðu fyrst vinsælar á Vesturlöndum á sjöundaáratug tuttugustu aldar. Þá aðallega meðal róttækra vinstri manna sem klæddust svart-hvítum kafíum um hálsinn til þess að sýna Palestínumönnum stuðning í baráttu þeirra við Ísraelsmenn. Jafnframt jókst notkun hennar í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001 þegar haturs glæpir gegn múslimum og arabum urðu tíðir.
Um aldamótin síðustu tóku síðan tískuhönnuðir í Bandaríkjunum að markaðssetja kafíur sem tískuklæðanað. Þó að hönnuðirnir hafi örlítið breytt hinu hefðbundna sniði er útlitið nokkurn veginn það sama. Upp frá því hefur útbreiðsla kafíunnar stóraukist og náð miklum vinsældum í Evrópu, Bandaríkjunum og austur Asíu. Nú orðið klæðast allir kafíum, hvort sem um er að ræða vestræna andspyrnumenn eða bandaríska hermenn í Írak, sennilega vegna þess að hún er þræltöff," segir Will Nadeem, arabískur tískubloggari.
Íslenskar tískuvöruverslanir hafa ekki látið sitt eftir liggja og bjóða upp á nokkrar tegundir af kafíum - þó að þar séu þessir klútar allajafna ekki kallaðir réttu nafni. Forsvarsmenn félagsins Ísland-Palestína hafa selt kafíur í áraraðir en þeir segja að frá því síðastliðið haust hafi sala á þeim tekið mikinn kipp. Athygli vekur að á Íslandi nota kvenmenn aðallega kafíur, öfugt við hefðina í Miðausturlöndum þar sem mun algengara er að karlmenn klæðist þeim.
Andspyrnutákn í arabaheimi
En hvað svo sem skekur heim tískunnar halda arabar í Miðausturlöndum áfram að klæðast kafíum rétt eins og þeir hafa gert í fleiri aldir. Það á einna helst við íbúa í Jórdaníu, Palestínu, Írak, Sádi Arabíu og örðum ríkjum Arabíuskagans. Arabar bera ýmist slæðuna sem sólhlíf á hausunum, vefja henni um andlitið til að verjast sandfoki eða hafa hana einfaldlega um hálsinn sem skraut, rétt eins og Vesturlandabúar nú á dögum.
Á nýlendutíma Breta í Palestínu á fyrri hluta tuttugustu aldar fékk hin svart-hvíta kafía nýja merkingu. Hún varð einkennistákn andspyrnumanna úr röðum Palestínumanna. Við það varð hún svo vinsæl að Bretar reyndu að brjóta útbreiðsluna á bak aftur með því að handtaka þá uppreisnarseggi báru hana.
Frægð kafíunnar á Vesturlöndum er sennilega hvað mest Yasser Arafat, leiðtoga Palestínsku þjóðarinnar, að þakka. Arafat kom nær aldrei fram opinberlega án svart-hvítrar kafíu á höfðinu skorðaða með hringlaga reipi. Með því gaf hann kafíunni jafnframt dýpri póltískari skírskotun innan Palestínu. Þannig varð hin svart-hvíta kafía einkennistákn Fatah, stjórnmálaafls Arafat, rauð og hvít kafía varð einkennistákn palestínska kommúnistaflokksins og grænar og hvítar kafíur eru notaðar af liðsmönnum Hamas-samtakanna.
Þannig hefur merking kafíunnar orðið mismunandi eftir stöðum. Til að mynda er sá sem klæðist kafiu í Þýskalandi oft stimplaður sem nýnasisti vegna þess að sá hópur hefur gjarnan einkennt sig með henni. Á pólitískum vettvangi er kafían oftast tákn um að vera vinstrimaður. Og loks getur þetta einfaldlega þýtt að viðkomandi fylgi tískunni.
Athugasemdir
spurning hvort maður skelli sér ekki bara á eitt stykki kafían, víst þetta er svona mikil tískurvara...
Guðmundur Marteinn Hannesson, 25.2.2007 kl. 15:05
Já, Gummi, þær fást til að mynda á vefverslun palestina.is ...
Egill Bjarnason, 25.2.2007 kl. 17:17
Og þessi fína mynd af mér með kafíuna. En ég neita að klæðast henni fyrr en hún er komin úr tísku.
Ragnar Sigurðarson, 25.2.2007 kl. 20:59
Ég hef átt svona alla ævi, en nota ekki nema utan um hálsinn þegar ég er veikur. Kannski breytist það núna...
GK, 25.2.2007 kl. 22:17
Flott grein Egill...
Skrifaði einmitt eina sambærilega í málgagn Félagsins Ísland-Palestína á síðasta ári:
http://www.palestina.is/timarit/Frj%E1ls%20Palest%EDnA%201.%20tbl.%2017%20%E1rg%20-%20mars%202006.pdf
-Eldar
Eldar (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.