4.3.2007 | 17:10
Farðu í Friðarhúsið á miðvikudag
Ég verð með myndasýningu frá Palestínuferðinni ásamt kynningu á samkomu félagsins Ísland-Palestína í Friðarhúsinu svokallað, Njálsgötu 87 (á móti Austurbæjarbíói), miðvikudaginn 7. mars. Samkoman hefst klukkan 19:30. Allir velkomnir.
Athugasemdir
Kemst ekki - annars kæmi ég...
GK, 5.3.2007 kl. 00:31
Leiðinlegt að komast ekki, hefði gjarnan viljað vera á fundinum. Sendi bestu kveðjur.
Einar Steinn (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:39
Er séns að nálgast myndina e-r, t.d. í Friðarhúsinu, myndbandsleigu eða Snarrót?
Einar Steinn (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 15:55
Fékk eftirfarandi tilkynnigu í háskólapósti:
8. mars kl. 16:00 í Odda 101Palestínskir flóttamenn - raunveruleiki og valmöguleikar
- Palestine Refugees - Realities and Possibilities -
9. mars kl. 12:00 í Árnagarði 201Erindi framkvæmdastjóra Flóttamannaaðstoðar SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA)
Karen Koning AbuZayd er framkvæmdastjóri UNRWA (United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees ). Frú AbuZayd býr í Gazaborg en höfuðstöðvar UNRWA eru þar og í Amman í Jórdaníu. UNRWA var stofnað með ályktun Allsherjarþings SÞ nr. 302 (IV) 8. desember 1949 til að aðstoða Palestínaflóttamenn. Stofnunin starfar á Gaza, Vesturbakkanum, Líbanon, Jórdaníu og Sýrlandi þar sem hún aðstoðar Palestínaflóttamenn og sér þeim fyrir menntun, heilbrigðisþjónustu, og félagslegri aðstoð. Stofnunin veitir einnig neyðaraðstoð þegar aðstæður krefjast.
Palestínuflóttamenn sem eiga rétt á aðstoð UNRWA eru alls 4,3 milljónir en hjá stofnuninni starfa alls 27 þúsund starfsmenn sem flestir eru sjálfir Palestínuflóttamenn. Stofnunin fjármagnar starfsemi sína með frjálsum framlögum frá aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Íslandi.
Karen Koning AbuZayd var skipuð framkvæmdastjóri UNRWA í júní 2005 af þáverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan. Fram að þeim tíma hafði hún starfað sem vara-framkvæmdastjóri UNRWA frá árinu 2000. Áður starfaði hún hjá UNHCR eda Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í 19 ár, meðal annars í Súdan, Namibíu og Síerra Leóne.
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa saman að fyrirlestrinum.
Nánari upplysingar um UNRWA er að finna á slóðinni: www.unrwa.org.
Ísraelar og Palestínumenn: Valkostir Ísraels
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisfyrirlestri þar sem Dr. Mark Heller fjallar um valkosti Ísraela í deilu sinni við Palestínumenn.
Dr. Heller er yfirmaður rannsókna við Öryggismálastofnun Tel Aviv háskóla í Ísrael. Hann er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla, meistaragráðu í mið-austurlandafræðum frá sama háskóla og BA í stjórnmála- og hagfræði frá Toronto-háskóla. Dr. Heller hefur skrifað fjölda bóka og greina um miðausturlensk stjórn- og öryggismál auk þess að kenna miðausturlensk stjórnmál og alþjóðasamskipti. Hann ritstýrði bókinni: "Israel and the Palestinians: Israeli Policy Options" (2005) með Rosemary Hollis og hefur m.a. skoðað tengsl Ísraels og Evrópusambandsins og ólík átök Ísraela við Hamas og Hizbollah.
Ætli maður tékki ekki á þessu? Mæli með að láta boðin berast.
Einar Steinn (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.