. - Hausmynd

.

Sjálfboðaliðastörf í Palestínu

Á hverju ári lætur fjöldi Vesturlandabúa gott af sér leiða í Palestínu. Miðað við ástanda mála ætti fjöldi sjálfboðaliða í Palestínu raunar að vera í líkingu við hersveitir Ísraela. En vopnað ofureflið hefur vinninginn, enn einu sinni!

 

Félagið Ísland-Palestína hefur í áraraðir haft milligöngu í sjálfboðaliðastörfum ytra. Algengast er að fólk fari í um þrjár vikur og starfi við það sem þeim hugnast best. Möguleikarnir eru margvíslegir. Hér verður stiklað yfir þau hjálparsamtök sem starfa á Vesturbakkanum.  

International Solidarity Movement (ISM)
ISM eru sennilega ein þekktustu grasrótarsamtökin í Palestínu en þeim er stjórnað af bæði Palestínu og Ísraelsmönnum. Samtökin standa meðal annars fyrir reglulegum mótmælaaðgerðum gegn hernámi Ísraela en líkt og öll viðurkennd hjálparsamtök er blátt bann við ofbeldi. Hjálparliðar ISM standa götuvakt nálægt landnemabyggð í Hebron, tína ólívur með palestínskum bændum á haustin, bregðast við ýmsum neyðarástöndum, hindra framgöngu hermanna við tilefnislausar eyðileggingar á heimilum Palestinumanna. Að ógleymdu öflugri fjölmiðlaskrifstofu sem samtökin halda út. Þau eru öllum Palestínuvinum opin.

Project Hope
Hjálparsamtök sem starfa í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum, sér í lagi Balata-flóttamannabúðunum, sem lesa má nánar um í Nablusgreininni hér neðar á síðunni. Sjálfboðaliðar starfa mikið með krökkum; kenna ensku, frönsku, leiklist, myndlist og fleira.

International Women's Peace Service (IWPS)
Alþjóðleg samtök kvenna sem reyna með nærveru sinni í hertekinni Palestínu að aðstoða íbúa landsins og skrásetja þau mannréttindabrot sem eiga sér stað í landinu. Allt starf unnið í sjálfboðavinnu. Mjög innihaldsríkur vefur með skýrslum, myndefni, video skrám, upplýsingum fyrir væntanlega sjálfboðaliða og fleira.

Christian Peace Maker Team (CPT)
Alþjóðleg samtök sem starfa að mannréttindarmálum víða um heim. Sjálfboðaliðar frá CPT hafa unnið frábært starf í gömlu borg Hebron á Vesturbakkanum frá árinu 1995 við að fylgjast með mannréttindarbrotum á svæðinu og reyna aðstoða íbúa borgarinnar við dagleg störf þrátt fyrir sífelldar árásir landránsmanna og ísraelska hersetuliðsins.

Grassroots International Protection For The Palestinian People (GIPP)
Grasrótarhreyfing ýmissa palestínskra sem miðar að því að fá alþjóðlega sjálfboðaliða til Palestínu til aðstoðar og sem tákn um samtöðu með Palestínumönnum. Meðal aðstandenda eru Palestinian NGO Network, Palestinian Council for Justice and Peace og The General Union of Palestinian Women.

Alþjóðleg hjálparsamtök eins og Rauði krossinn, Rauði hálfmáninn og Sameinuðu þjóðirnar starfa vissulega líka í Palestínu en þar eru inngönguskilyrðin býsna ströng.  

--

Fyrsta skrefið til þess að gerast sjálfboðaliði er að setja sig í samband við síðuskrifara sem er  sjálfboðaliðastjóri félagsins Ísland-Palestína. Nánar um málið hér og hér.

Það er gömul míta að sjálfboðaliðastörf á þessum slóðum sé ofboðslega hættuleg. Slysatíðni sjálfboðaliða er hinsvegar lægri en hjá íslenskum smiðum. Sem betur fer er oftast hægt að forðast hugsanlegar hættur. Í raun forðast Ísraelskir hermenn að beinlínis slasa vestrænt fólk, enda hefur slíkt í för með sér neikvæða fjölmiðlaumfjöllun, mikla pappírsvinnu og jafnvel utanríkisdeilur. Þá er nú að nær að myrða bara bölvaða Palestínumennina, er ekki annars öllum sama um þá?

Kjarni málsins í þessu langlokubloggi er semsé: Kúguð þjóð þarf á þér að halda!

Og það strax!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hvaða samtökum vannst þú mest með?

Ragnar Sigurðarson, 22.4.2007 kl. 02:51

2 Smámynd: Egill Bjarnason

eg vann með ISM mest allan tímann sem var frábært. vann einnig í flóttamannabúðum fyrir félagasamtök sem er ekki getið í greininni þar sem þau hafa ekki skipulagt sjálfboðaliðastarf.

Egill Bjarnason, 22.4.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband