4.9.2006 | 18:19
Af frægasta manni markaðarins, farsímabyltingu og lífinu í Amman
Á morgun kveð ég Jórdana og held til Jeriko á Vesturbakkanum. Upphaflega hafði ég ætlað að halda suður í eyðimörkina þar sem sagðar eru leynast perlur Jórdaníu. Sú ferð bíður hinsvegar þangað til í desember, vegna þess að um þessar mundir er nánast ólíft fyrir hita á sléttunum.
--
Eftir að hafa þrætt höfuðborgina Amman í þrjá daga hef ég það á tilfinningunni að velmegunin meðal íbúa sé nokkuð góð, að minnsta kosti miðað við það sem gengur og gerist í þriðjaheiminum. Atvinnubetlarar, götuhórur og ágengir sölumenn eru til dæmis sjaldséðir í borginni, þar sem liðlega þriðjungur Jórdana býr. Annað imbadæmi um vaxandi velsæld íbúa er farsímabyltingin. Hér virðast allir eiga farsíma. Dæmi: Inní rykfallinni og myrki skranverslun má sjá afgreiðslumanninn dunda sér við að senda sms, hugsanlega til einhvers götusópara. Loks sá ég í gær ansi sjúskaðan eldri mann, með aleiguna í ruslapoka, versla póstkort í minjagripaverslun ...
En ekki er allt sem sýnist. Í Amman ku vera nokkuð stórt fátækrahverfi þar sem áður voru flóttamannabúðir fyrir Palestínumenn, sem hafa í dag velflestir náð að koma undir sig fótunum með eigin íbúð. En þannig er að um 70% af íbúum Jórdaníu á rætur að rekja til Palestínu.
--
Almennt eru Jórdanir einstaklega þægilegt fólk, sem er reiðubúið að veita hjálp. Áðan stóð ég eins og afglapi í miðbænum og reyndi að rata í bókabúð eftir korti sem ég skildi hvorki upp né niður í. Þá sveif á mig maður, sem mig minnir að heiti Hussian, og vildi ólmur vísa mér veginn. Fyrst þyrfti hann nú samt að fara á matvörumarkaðinn. Gott og vel. Ég fór með honum á markaðinn sem tók hátt í tvo tíma. Ekki það að hann hafi verslað einhver ósköp, heldur heilsaði honum næstum hver einasti maður honum. ,,Im realy famous hear, sagði hann hlægjandi við mig og uppskar undirtektir viðstaddra: ,,Yes, Hussian very famous! Svo þurfti ég auðvitað að fá að smakka á öllu sem hann keypti, eins og bananar og agúrkur væru mér algjörlega framandi.
Eftir tedrykkju með þessum fræga manni gekk hann með mér að staðnum þar sem umrædd bókabúð átti að vera. Ég kvaddi kauða en komst síðan að því að staðurinn sem hann hafði leitt mig á var aðeins nokkrum húsaröðum frá hótelinu mínu og bókabúðin því víðsfjarri.
Til gamans má nefna að hér heilsast karlmenn oft með rembingskossi á hvora kinn og tilheyrandi faðmlögum. Þar að auki þykir ekkert undarlegt að tveir karlmenn leiðist innilega um göturnar.
--
Ein, af aðeins nokkrum, barknæpum Amman er beint fyrir framan herbergisgluggann minn. Ætla mætti að því fylgdi einhver hávaði á kvöldin en sú er ekki raunin, þangað fer nefnilega nánast enginn. Að því komust ég og Kristó (herbergisfélaginn) að í gærkvöldi. Innan um fáeina vestræna túrista sat úti í horni einn raunarmæddur arabi með viskíflösku og box af snýtubréfum. Þetta er næturlífið í Amman. Sem er kannski ekki furða með tilliti til þess að múslímar drekka ekki, en í staðinn reykja þeir stöðugt gras úr vatnspípum.
--
Aftur a moti rumskar madur stundum vid golid ur moskvu sem er skammt fra. Hana heimsotti eg i dag, a medan muslimarnir krupu fyrir Allah, en adur turfti eg ad fara uta hotel i somasamleg fot, ella hefdi mer verid hent ut.
%u062B%u0644%u0647%u0645%u0645%u0645
Athugasemdir
Þetta er bara eins og á Íslandi, nema við teljum okkur ekki vera fræg.
Ragnarr (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 18:30
Moskurnar í Mombasa vöktu mig líka og hjálpuðu mér að skilja hvaðan rígur kristinna manna og múslima er til kominn.
Er þessi Halla sem á að krjúpa fyrir þessi amma sem þú ert alltaf að tala um?
Máni (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 18:43
Moskurnar í Mombasa vöktu mig líka og hjálpuðu mér að skilja hvaðan rígur kristinna manna og múslima er til kominn.
Er þessi Halla sem á að krjúpa fyrir þessi amma sem þú ert alltaf að tala um?
Máni (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 18:43
God spurning.
egill (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 18:55
egill ég held að þú saknir starfsins þíns alltof mikið.. og ég mæli það út frá því hvað þú bloggar mikið !... ps nói segir þér að koma heim...
Rikki (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 19:06
það er rétt, lífið á selfossi er ekki eins og áður fyrir
Nói (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 21:17
ég fór nú bara a´litla hraun að spila við knattspyrnu við mikael má stórglæpamann, yngsta mannræningja landsins og Atla Hamar! og það heilsuðu allir þeim.
arnþór (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 21:52
Og varstu ekkert hræddur við að elta ókunnugann mann sem heitir Hussain í tvo tíma ?......
Nonni (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 14:15
ekki var fyrri nafn hans Saddam ...eða var þetta kannski bróðir hans Maddas Hussein?
kristó (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:08
her er fridsaella en i amman og jeriko og lidin su tid ad svartfellingar gangi allir med svedju i beltinu, er her i letistandi fram a hinn daginn og skrifa ter meira a morgun... fadir
bjarni@selfoss.is (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 21:47
Mér fannst reyndar mjög fyndin sagan af Hussain og hann minnir mig að ýmsu leyti á mann sem ég hitti í Kenýa, ef þú hittir hann aftur spurðu hvort hann á frænda í Nairobi.
Máni (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 22:57
Held ad sumir misskilji tetta med fraega manninn adeins. Geri ser kannksi ekki grein fyrir hversu stor markadurinn er i hofudborginni. Ymyndid ykkur mann sem spasserar um kringluna og heilsar ollum sem hann maetir med handabandi og>eda fadmlagi
egill (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.