. - Hausmynd

.

Vetrarundirbúningur í steikjandi hita

,,Undirbúningur fyrir veturinn,” þannig er starfsvið mitt á Hebron Hostel skilgreint. Til þess að gera allt klappað og klárt fyrir vætusaman veturinn þarf að endurraða öllu á þakveröndinni, mála, henda rusli og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrstu vinnudagarnir hafa því einkennst af botnlausu striti í 30 – 40 gráðu hita. Mjög gefandi og fræðandi starf. Í dag lærði ég til dæmis að þrífa upp dauðan villikött.

--

Eins og ég sagði þá hef ég hent miklu rusli frá því ég byrjaði, vinnuveitanda mínum – sem heitir Asah – til miklar mæðu. Hann hefur nefnilega þann ágæta sið að safna rusli. Anar siður sem hann hefur tamið sér eru daglegar hassreykingar.

Þegar þessi fimmtugi hasshaus verður rammskakkur á kvöldin er hann ekki viðræðuhæfur um annað en hass, sama hvert umræðuefnið er. Hans innlegg í pólitíska umræðu í setustofunni nýverið var: ,,Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, framleiðir besta hass sem ég hef smakkað.”

Sem getur sjálfsagt verið alveg rétt. Nasrallah hefur byggt veldi sitt á marijunarækt og hluti þess svæðis sem Hezbollah-liðar og Ísraelar kljást um á landamærunum eru einmitt kannabisakrar í hans eigu.  

--

Í nótt vaknaði ég við tvo Ísraelska lögreglumenn sem stóðu vopnaðir inn í svefnálmunni og skipuðu einum gestinum að hunskast á lappir. Hann var síðan handtekinn og færður í yfirherslu út á löggustöð.

Á meðan ég reyndi að festa svefn á ný velti ég fyrir mér hvað þessi þorpari hafði gert af sér. Það hlyti að vera eitthvað allsvakalegt sem kallaði á svona handtöku; thjofnadur, fikniefnamisferli eða eitthvað þaðan af verra? Ó, nei. Hinn meinti glæpon ljósmyndaði eina af óteljandi öryggismyndavélum borgarinnar. Aldeilis bíræfinn glæpur!

Talandi um ljósmyndun, þá voru Palestínumenn í Jericho stundum smeykir við myndavélina mína, vegna þess að gæti hugsanlega verið útsendari Ísraela. En ætli njósnari myndi ekki fá sér ögn laumulegri myndavél …

Hva[


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki taka myndir af öryggismyndavélum!

Elín (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 22:39

2 identicon

og hvað svo - var manninum skilað aftur eftir yfirheyrslu eða er hann enn látinn dúsa í fangelsi...

bjarni (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 22:44

3 identicon

Og hvað ætlar þú að vera lengi í þessu bæli?
Alveg örgglega að hægt að fá öruggari vinnu við að þjóna hasshausum hérna á Íslandi, til dæmis á Litla-Hrauni!

Jón (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 22:56

4 identicon

Hvað ertu með á tímann í vinnunni? Og kom glæponinn á ganginum einhverntíman til baka?

Máni (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 08:33

5 identicon

mhm..

Ragnarr (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 09:13

6 identicon

Ups, ja. skurkurinn kom aftur, eftir lidlega fimm tima a loggustodinni.
fyrir vinnuna fae eg um 1400 kronur a viku, fritt faedi og fria gistingu.
Og Jon, eg hef ekki alveg akvedid hvad eg verd her lengi. eina til tvaer vikur kannski, jafnvel lengur ...

egill (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 17:46

7 identicon

Var myndavél skúrksins tekin af honum eða á hann hana ennþá???!!

1400 krónur, ég ætla rétt að vona að þú gefir þetta allt upp til skatts!

Máni (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 19:56

8 identicon

reyndu að taka myndir af eins mörgum öryggismyndavélum og þú getur án þess að vera tekin! þá færðu respect frá fólkinu

kristó (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 15:21

9 identicon

hehe egill ég myndi borgað mikið fyrir að sjá þig vera vakinn af lögreglusveit... bara miðað við hvað það er létt að vekja þig í svefni...

Rikki (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 17:26

10 identicon

nú er svei mér gott að íslendingar skuli hafa murkað lífið úr síðasta kaþólikkanum árið 1550 - þú manst að leggja áherslu á að þú teljir eins og allir sannir lúterstrúarmenn að páfinn sé sjálfur antikristur...

bjarni (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 18:02

11 identicon

Jaá, ég treysti líka ekki þessum páfa, hann er svo ófrýnilegur til augnanna. Hef hann grunaðan um að vera að plotta eitthvað ókristilegt. Væri gaman að fá skoðun hasshaussins fimmtuga á þessu máli.

Máni (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 15:50

12 identicon

hasshausinn hefur ekkert talad um helvitis pafann, hinsvegar fara arabarnir a hotelinu ekki leint med andud sina a israelsriki, sem teir trua ad verdi turrkad ut a naestu arum. segi nanar fra tvi i naesta bloggi.
myndavelaglaeponinn fekk ad halda myndavelinni en myndinni orlagariku var eytt utaf krotinu. hann sagdi mer reyndar ad hann hefdi alls ekki verida ad mynda oryggismyndavelina, heldur skilti med nafni hebron hostel, sem vill svo skemmtilega til ad hangir beint fyrir nedan myndavel. bommer. eg reyni abyggilega ekki tann leik, kristo!
rikki: hehe ja, eins gott ad eg for ekki i svona paniktrans tegar loggan kom. ta hefdi eg umsvifalaust verid tekinn.
adlokum: launinn tel eg ad sjalfsogdu til skattas. anaegjulegt ad geta sagt ad madur eigi eitthvad inni hja rikisstjorn hamas.

egill (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband