. - Hausmynd

.

Sleggjudomar Páfans

Blaður páfans um ruddaskap Múhameðs hefur ekki valdið neinum sérstökum titringi meðal íslamskra félaga minna á farfuglaheimilinu.

Máni frændi sagði um daginn að gaman væri að vita hvað hasshausnum fyndist um málið. Í stuttu máli sagt segir hasshausinn að með ummælunum hafi páfinn aðeins opinberið eigin fáfræði. Til þess að sleppa slíkum sleggjudómum ætti að hann að gjöra svo vel að lesa Kóraninn. Það sé ekki nóg fyrir hann að biðjast bara afsökunar, heldur verður hann að einnig að draga ummælin til baka.

Eftir þennan reiðilestur hasshaussins, stakk Sadou, bróðirinn, upp á því að ég sendi sjálfum páfanum mynd af sér, sem ég tók, ásamt boðskap Kóransins. Þegar hann stakk upp á því að ég sendi myndina í tölvupósti til Vatikansins, stökk Asha upp á nef sér. ,,Tölvupósti! Nei, kemur ekki til greina! Páfinn kúldrast ekkert fyrir framan tölvu og gluggar í póstinn sinn. Hann les bara blöðin, og horfir kannski á sjónvarp, svona klukkutíma á dag ..."

Um þetta var síðan deilt í lengri tíma en fór í að tala um sjálft Páfamálið. Sennilega ein fyndnustu rifrildi sem ég hef upplifað. Eftir stendur þó spurningin; les páfinn tölvupóst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar nú bara að vita hvað Páfinn gerir á daginn

Ragnarr (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 19:05

2 identicon

Þú væntanlega hefur sagt þessum hasshaus og hinum að þú (eða afar þínir) hafir líflátið biskupinn í Skálholti. Hlýtur að vera fínt að slá sér upp með því á þessum stað;)

Jón (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 19:57

3 identicon

Hvað kom til að það var birt blogg eftir þig í mogganum?

Arnþór (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 22:57

4 identicon

auðvitað les páfinn tölvupóstinn sinn og horfir á teiknimyndir þess á milli, mig minnir að netfangið hans sé pafinn@vatikanid.is

bjarni (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 23:03

5 identicon

Mér finnst líklegt að páfinn byrji daginn á stuttri messu, eða þessu sem er kallað mass á ensku og er svona einhver bænagjörð hjá kaþólikkum. Svo fær hann sér líklega brauð með hnetusmjöri, les myndasögurnar í ítalska Mogganum, spilar GTA fram eftir degi, borðar Sauerkraut og bratwurst í hádegismat, dregur vers af handahófi úr versaskál vatíkansins og biður ritarann sinn að skrifa um það guðsþjónustu, fer svo í H&M að versla og gefur börnum eiginhandaráritun í leiðinni, fær sér mjólk og kex, spilar smá GTA í viðbót, messar og horfir svo á fréttir ríkissjónvarpsins og kastljós (þ.e. ítalska kastljósið), biður fyrir endurupptöku velgengni Manchester United, spilar bridds og fer svo að sofa.

Svo náttúrulega horfir hann á leiki um helgar og er með pókerklúbb einu sinni á tveggja vikna fresti. Gaurinn er náttúrulega alltaf einn heima svo það er kjörið að bjóða vinum sínum í heimsókn :)

Máni (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 08:33

6 identicon

hmm Arnþór hvaða blogg ? og Egill er ekki kominn tími til að játa að þú sért kominn heim... Ég er örugglega ekki sá eini sem tekur eftir því hvað það eru margir íslenskir stafir í þessu bloggi !

Rikki (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 08:48

7 identicon

mig var farið að gruna þetta - get vottað að litla kompan í kjallaranum er alltaf læst og svo hverfur mjög mikill matur úr búrinu um nætur...

áhyggjulaus faðir (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 15:15

8 identicon

Ojaeja. tu komst uppum mig rikki. eg dvel adeins i hotelherbergi i reykjavik og les baekur um midausturlondin. eg bara vard ad finna einhverja leid til ad komast i morgunbladid.
Mani hefur annadhvort stolid dagbok pafans eda einn teirra sem kikir i heimsokn reglulega til ad spila poker - uppa syndaaflausnarbref sennilega.

egill (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 16:52

9 identicon

Ég og páfinn spilum svokallaðan nóló-póker. Þá á maður að leggja undir syndir og reyna að tapa þeim.

En þetta sem ég setti fram hér að ofan eru bara rökstuddar grunsemdir mínar. Rökstuddar af óformlegri rannsókn sem ég vann á hátterni strangtrúaðra kaþólikka þegar ég starfaði með slíkum í útlandinu forðum daga.

Máni (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 02:23

10 identicon

það vita allir að páfin gerir ekkert annað en að pumpa og cutta sig milli þess sem hann er í messu. Hann verður jú að vera í toppformi þegar djöfullinn kemur upp frá helvíti !

kristó (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband