8.12.2007 | 00:17
Áhrifamesta vopnið
Nýr áfangastaður.
Nýr banner (þar sem mótar fyrir Taj Mahal).
Nýr vinur.
Og gamlar myndir.
Nú er ég semsé búinn að bæta inn heilmiklu í myndagalleríið með skýringartextum við flestar myndanna sem eru teknar á Vesturbakkanum, í Jerúsalem og Jórdaníu. Sumar hafa birst í blöðum á borð við Frjálsa Palestínu, kínversku pressunni, Dagfara, Nota bene, Blaðinu og síðast en ekki síst Palestine Times. Dagblað á ensku sem hóf göngu sína fyrir um ári síðan. Einn þeirra sem skrifaði í blaðið var líka innanborðs hjá ISM-hreyfingunni sem ég starfaði fyrir. Ég varð drullumontinn að sjá nafnið mitt í því blaði. Alveg bandvitlaust stafsett að vísu.
Ég segi við alla þá sem fara til Palestínu að taka nógu andskoti mikið af myndum. Myndavélarnar eru nefnilega besta vopnið.
Hermaðurinn á myndinni lét taka mynd af sér kampakátum fyrir framan húsarúst, sem eitt sinn var heimili Palestínumanns. Síðan smellti hann einni af mér og fór að rífast um hvalveiðar! Með hríðskotabyssu á öxlinni sagðist hann vona að Íslendingar myndu hætta að drepa hvali. Grínlaust.
Athugasemdir
hehe svolítið létt að feisa hermanninn á móti, en það er góð regla að feisa ekki menn sem halda á hríðskotabyssu, það kenndi amma mín mér.
Ragnar Sigurðarson, 10.12.2007 kl. 19:12
Auðvitað á að friða hvali. Ég vil að hvalir verði friðaðir. Ég vil að þeir verði alfriðaðir. Ég vil að rjúpan verði alfiðruð áfram.
Jón Halldór Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 08:35
gaman ad skoda myndirnar tinar. og eg ofunda tig gedveikt ad vera a leidinni ut...
eva (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.