1.10.2006 | 17:54
,,Hringdu þá bara í þessar örfáu hræður á íslandi!"
,,Ég ekki hugsa fyrir hungri - ramada! sagði forstjóri hjálparmiðstöðvarinnar þegar ég spurði í morgun hvort það yrðu einhver verkefni í dag, en það var ekki frekar en fyrri daginn, vegna þess að allt er hálf staðnað í ramada-föstunni. Enginn hefur orku til að gera neitt á daginn nema hlusta á garnagaulið í sjálfum sér.
Fyrir utan mig er einn annar sjálfboðaliði á staðnum, 21 árs Mexikani, sem ég kynntist reyndar á Hebron Hostel í Jerusalem. Þessa dagana er hann að vasast í að þýða heimasíðu félagsins yfir á spænsku. Forstjórinn stakk hálf önugur upp á því að gerði slíkt hið sama, þ.e. þýddi síðuna yfir á íslensku. Allt í lagi, sagði ég, en bætti því við að það myndi aðeins gagnast um 300 þúsund manns, eða allri þjóðinni. Þá tók forstjórinn upp símann, rétt mér tólið og hreytti útúr sér: ,,Hringdu þá bara í þessar örfáu hræður á íslandi!
Í gærkvöldi var blakkeppni milli vaskra íþróttagarpa úr New Askar búðunum við þá í Old Askar. Við töpuðum naumlega. Á meðfylgjandi mynd má sjá forstjórann á hrósa sínum mönnum frá hliðarlínunni. Feikilega hress enda vel mettur.
--
Í þarsíðasta bloggi sagði ég að íbúar í flóttamannabúðunum myndu skrimta þokkalega, en sú fullyrðing er byggð á röngum heimildum. Áttatíu prósent íbúa búa við atvinnuleysi og lepja því dauðann úr skel. Samkvæmt könnun sem var gerð meðal íbúa í búðunum fyrir fáeinum árum trúir meirihluti þeirra því enn að búðirnar séu aðeins tímabundið afdrep; einn góðan veðurdag munu þau snú aftur til heimila sinna sem nú tilheyra Ísraelum. Jafnvel þótt önnur og þriðja kynslóð fjölskyldunnar þekki ekki annað heimili en búðirnar voru stofnaðar 1958 eftir að fólk hafði búið í tjöldum í tíu ár. Sorglegt. Með slíkum hugsanahætti þróast hlutirnir hægt.
Athugasemdir
Ég býð eftir þessu símtali
ragnarr (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 21:07
Nákvæmlega SVONA hef ég séð ástandið fyrir mér í flóttamannabúðum -að þar lepji fólk dauðann úr skel.
Þetta er spennandi veröld sem þú býrð í Egill!
Jón (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 22:24
Það verður rólegt á meðan þú dvelur þarna, fasta þeir ekki í 4 vikur?
Elín (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 22:56
Jú, ramda stendur yfir í fjórar vikur.
egill (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 00:01
Hafið þið heyrt að þeir séu að lengja ramada upp í 50 vikur -til að spara mat?
Gæti verið lausn á efnahagsvanda flestra og allir sáttir í nafni Allah!
Jón (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 01:25
Ég var einmitt að fara að hringja í þig að biðja þig að þýða þessa heimasíðu...en ég býð bara eftir að þú hringir þá :) Ertu kominn í emmið í röðinni eða tekuru þetta kannski eftir byggðarlögum en ekki stafrófsröð?
Máni (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 16:39
Geturðu eitthvað í blaki, sláni?
GK, 2.10.2006 kl. 21:37
Þú ert ekki enn þá búinn að hringja í mig! Síminn kannski bilaður?
Elín (IP-tala skráð) 4.10.2006 kl. 09:45
Jón: 30 daga fasta er andskoti nóg. Þeir myndu sennilega rífa tunguna úr þeim sem færu að berjast fyrir lengri tíma. Svo borðar maður í heildina ekkert mikið minna af mat á sólarhring.
Máni: síminn þinn er alltaf á tali, þannig að ég nota tækifærið hér og segi þér slóðina á heimsíðuna: sdc-askar.org
gks: ég er ágætis sláni í blaki já!
Annars er gaman að segja frá því að ég fattaði ekki brandarann hjá mömmu og hringdi rakleiðis heim.
egill (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.