4.1.2008 | 03:32
Dagarnir í Delhi
,,Frá Íslandi? Ég átti einu sinni kærustu þaðan, maður!" Þetta er vinsæl setning hjá öllum höstlerunum sem hafa svifið á mig í verslunargötunni við farfuglaheimilið mitt í Delhi. Áður en ég næ að spyrja hvort sú hafa nokkuð heitið Eva, eru þeir farnir að tala ævintýralegar túristaferðir um Indland. Allar á einstöku verði fyrir mig - samlanda ástarinnar.
Annes gekk ferðin til Indlands ljómandi vel en það er frá litlu að segja eftir aðeins einn og hálfan dag í Delhi. Ég gæti kannski reynt að lýsa því hvað borgin er farmandi en ég held ég láti það bíða.
No, no, no! Pakistan is no good now. You know that Benazir Bhutto ..." veina síðan þessir ágengu ferðaþjónustubændur þegar ég reyni að bíta þá af mér.
Í dag hitti ég fulltrúa fjölmiðlaráðherra Pakistan í sendiráði landsins í Delhi. Ég vildi vita hvernig hægt væri að komast inn í landið með vegabréfsáritun frá fjölmiðlaráðherranum - sem hefur víst haft í nógu að snúast síðustu vikurnar. Embættismaðurinn vildi mun frekar tala um veðrið (sem var víst óvenju kalt) og mitt óþjála íslenska nafn (ég er aftur byrjaður að kynna mig sem Erik), en kvað það síðan vel mögulegt að ég fengi slíka áritun, ef ég myndi bara vera svo vænn að fylla út fleiri eyðublöð. Ég gæti hins vegar aðeins fengið að vera í landinu í tvær vikur ...
Morðingi Benazir Bhutto hefur eyðilagt fyrir mér ferðaplanið. Þingkosningarnar í landinu verða ekki haldnar fyrr en 18. febrúar og landvistarleyfi eru takmörkuð. Það þýðir að verð á Indlandi mun lengur en til stóð. Ég hugsa að ég leggist yfir Lonely planet bókina í kvöld og skipuleggi dagana þangað til Sara kemur, 16. þessa mánaðar.
Athugasemdir
það eru víst góðir golfvellir í delhi, held þú ættir að skella þér bara í golf egill
Ragnar Sigurðarson, 4.1.2008 kl. 13:45
mikid vildi eg eiga thin vandamal elsku egill, ad thurfa ad eyda aukadogum a indlandi,- verandi i naesta nagrenni vid himalaja, rajastan, ganga og agra og otal adra spennandi valkosti. og ljott er ad heyra hvad systir thin hefur skilid eftir morg brotin hjortu i hinni fornu borg... hafdu thad gott! -fadir (modir er uppi a hoteli her i kanariinu ad lesa mankell og unir ser vel en gunnlaugur situr a netkaffi i naestu gotu,- allt er gott nema hvad her er rok, thu getur sagt fjolmidlaradherranum af thvi ef hann er serstakur ahugamadur um vedur.)
Bjarni Harðarson, 4.1.2008 kl. 20:10
Ég var búin að senda kveðju en hún náði víst ekki til þín. Það er svo örstutt síðan þið Sara voruð undir sama þaki og ég flesta daga ársins, að ég get bara ekki látið ykkur afskiptalaus. Vonandi gengur allt vel og þið eigið minningarnar alla ævi. Það liggur við að ég öfundi ykkur. Liggur bara ekkert við - ég geri það. Hafðu það gott. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:34
Hae Egill, thad er kannski ljótt ad segja thetta en ég er eiginlega fegin ad thú ferd ekki núna til Pakistan! Njóttu bara Indlands thar til Sara kemur... Vid vorum á miklum framsóknarfundi á Klörubar á Enskuströndinni í dag. Meira ad segja Halldór, fyrrverandi forsaetisrádherra maetti... Vid Gunnlaugur fórum sídan í sólbad en fadir thinn raeddi vid framsóknarmenn fram eftir degi. Thegar vid komum til Las Palmas bidu allir thar eftir vitringunum thremur en í dag koma their faerandi hendi hingad á spaenskar slódir med gjafir handa börnunum... Sinn er sidur í landi hverju eins og sagt er. Passadu thig á bílunum og öllum heil¨gu kúnum. EG
Elín (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.