. - Hausmynd

.

Rickshaw-ferðasaga

 okumadur_blogg

Hamil heitir 57 ára rickshaw ökumaður í geggjuðu umferðinni í Delhi.

,,Er ég ekki of þungur fyrir þig?" spyr ég á meðan ég kem mér fyrir í farþegasætinu á þríhjólinu hans sem gengur alfarið fyrir fótafli. Rickshaw svokölluð. Til fróðleiks er líka til Autorickshaw sem er lítill þriggja hjóla bíll.

Hamil heldur nú ekki. Með hvorki meira né minna en 17 ára reynslu í faginu. Ekur stundum með tvo fullorðna og eins mörg börn og komast fyrir.

Þá leggjum við í'ann.

Ferðin byrjar rólega. Allt þar til við komum út á aðalveginn.

Umferðin í Delhi er eitt allsherjar kaos. Menn keppast við að taka fram úr þannig að allir aka á þvers á kruss um götuna. Fyrir vikið gengur umferðin mjög hægt fyrir sig. Þar að auki hefur bifreiðaeign aukist svo hratt í borginni á undanförnum árum að kerfið er alveg að springa. Nú orðið tekur það 30 til 40 prósent lengri tíma að komast í vinnuna en það gerði árið 2000.

Indverjarnir vita hins vegar að til þess að allt gangi greiðar fyrir sig er best að flauta bara nógu andskoti mikið. Stundum mætti halda að ökumennirnir væru sofnaðir með höfuðið fram á stýrið.

Hamil er ekki með flautu en veit hins vegar fljótlegustu leiðina á áfangastað. Nefnilega með því að aka á móti umferð! Á meðan hann smeygir sér framhjá bílum, reiðhjólum, fólki og einni kú, byrjar hann skyndilega að spjalla. Vill vita allt um mína hagi og jafnframt segja frá sínum eigin. Ekki nóg með það, þá reigir hann höfuðið alltaf aftur á meðan við tölum saman. Hann sér samt mestmegnis um að tala. Ég á frekar erfitt með að einbeit mér að öðru en farartækjunum sem komu úr gagnstæðri átt.

,,Ég á konu og þrjú börn sem öll búa í þorpi langt frá Delhi. Hjólið er mitt heimili í Delhi. Ég vinn alla daga og sendi tekjurnar heim. Á næturnar sef ég síðan í farþegasætinu," segir ökuþórinn.

Á miðri leið stoppum við til þess að ná kröftum. ,,Ég verð að fá mitt eldsneyti," segir hann og dregur upp sígarettu. Bidis-retta vafinn inn í laufblað af börnum í þrælkunarvinnu. Bæði ódýrari og daufari en verksmiðjusígarettur.

Í síðasta hringtorginu sem við ökum inn í stendur ungur starfsmaður umferðarlögreglunnar með skilti sem á stendur, stórum stöfum, á ensku:

DO NOT USE MOBILE WHILE DRIVING

Já, það er eins gott að aðvara þessa blaðrandi ökumenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ég hélt fyrst að þetta væri Morgan Freeman! Flott mynd!

Josiha, 18.1.2008 kl. 16:00

2 identicon

Ég hélt nú fyrst að Morgan Freeman væri Kofi Annan.

Annars fannst mér þetta býsna skemmtilegur pistill hjá þér Egill! 

Máni (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta er greinilega Kofi Annan sem lifir þá tvöföldu lífi og ljósmyndin er alger snilld...

Bjarni Harðarson, 18.1.2008 kl. 20:48

4 identicon

Egill! þú baðar þig í Ganges fyrst þú ert að fara þangað!

Arnþór (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Peysan hans er alltof töff 

Ragnar Sigurðarson, 20.1.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sæll Egill. Frábært blogg og frábærar myndir.......þetta er eitthvað sem ég væri til í að vera að gera ef ég ætti ekki svona svakalega mikið af börnum

Ótrúlega finnst mér ég vera gömul þegar ég hugsa um litla Egil sem ég var einu sinni að passa......þú varst svo mikið krútt...og ert enn

Bið að heilsa mömmu þinni og pabba.

Og farðu þér nú ekki að voða þarna úti......hlakka til að lesa meira.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.1.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Egill Bjarnason

arnthor; eg er buinn ad tvi! meira um tad a morgun ...

 ja kannski var tetta barasta koffi annan. hrokkladist hann ekki halfpartin fra UN eftir eitthvern skandal?

Egill Bjarnason, 21.1.2008 kl. 13:30

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Frábært !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 01:37

9 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Híhí, já það er sko lífsreynsla að komast í umferðina í Indlandi.  Ég held bara að þeir séu með svona flautu táknmál þarna... mis frekjulega sem þeir flauta ef þú hugsar út í það :)  Ég sat nú einu sinni í svona þríhjólarickshaw í Madras (Chennai) sem svo varð bensínlaus á leiðinni.  Við útá miðjum vegi, þar að auki að kvöldi til... Þá var annar svona eins og ég kalla þá tuk tuk driver sem kom og náði í bensín í flösku svo ég kæmist á áfangastað.  Já indland er eitt ævintýri.

Kolbrún Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband