. - Hausmynd

.

Skartgripasvik

Á dóli mínu um stórborgina Jaipur stoppuðu mig nokkrir menn á mínum aldri. Spurðu hvort ég vildi ekki taka einn leik í einhverju borðspili, drekka te og spjalla. Jújú, mér leist vel á það enda töluðu þeir allir fína ensku.

Tveimur tebollum síðar rekur inn nefið maður; óaðfinnanlegur til fara, yfirvegaður í fasi og reiprennandi enskumælandi. ,,Íslendingur. Virkilega. Þvílík heppni að hitta á Íslending. Það eru nú einu sinni bara til 300 þúsund af þeim. Hvar á Íslandi býrðu. Reykjavík?" spurði hann, fyrsti Indverjinn, sem ég hitti, sem veit einhver deili á Íslandi. ,,Ég á viðskiptavini á Íslandi," hélt hann áfram, ,,sel þeim skartgripi sem ég framleiði. Á meira að segja eina íslenska bók sem ég geymi í versluninni minni hérna hliðin á. Villtu sjá hana?"skartgripir

Auðvitað vildi ég það. Bókin reynist vera íslensk landslagsmyndbók og auk þess átti hann skartgripabækling frá Icelandair. Kom líka á daginn, þar sem við létum fara vel um okkur í skartgripaversluninni, að hann var á leiðinni í bíssnesferð til Íslands og í leiðinni að heimsækja kunningja þar.

Eftir gott spjall, spurði hann, eins og upp úr þurru, hvort ég vildi ekki verða mér útum pening á ferðalaginu? 8 þúsund pund nánar til tekið!

Það eina sem ég þyrfti að gera væri að flytja með mér skartgripi til Íslands að andvirði 10 þúsund punda og afhenda þá öðrum Indverja á Leifstöð. Og hvers vegna? Ég væri nefnilega með ferðamannavegabréfsáritun og gæti flutt þetta milli landa án þess að borga af því skatt. Ella myndu indversk yfirvöld leggja 250% álagninu á sendinguna vegna þess að glingrið ætti eftir að hækka svona mikið í verði.

Að fá tæpa eina milljón fyrir að flytja einn pakka er augljóslega of gott til að vera satt.

Eftir að ég var búinn að segja nei við þessu óvænta atvinnutilboði sýndi hrappurinn mér pappíra frá öðrum burðardýrum. Þarna voru vegabréfsljósrit frá fólki víðsvegar að í heiminum. Fólk sem hafði látið blekkjast af þessari svikamillu. Starfsmaður hótelsins sem ég gisti á sagði mér, eftir þetta atvik, að það væru fáránlega margir sem bitu á agnið. Fyrir vikið væru svona hvítflibbar orðnir að plágu í borginni. Að hans sögn eru til nokkrar útgáfur af atvinnutilboðinu en í mínu tilviki hefði trúlega óvænt komið upp einhvers konar vandamál í tollinum og ég tapað hárri fjárhæð.

Hvað varðar heimsókn hans til Íslands held ég að það sé líka lygi. Samt spann svikahrappurinn þetta mjög vel. Til dæmis afhenti hann öðrum manni feitt seðlabúnt a meðan við spjölluðum saman. Allt partur af leikritinu. En eins og ég benti honum á voru launin aaaðeins of óraunhæf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Hann hefði lagt niður alla skartgripasölu ef þú hefðir sýnt honum hringinn

Ragnar Sigurðarson, 11.1.2008 kl. 07:40

2 Smámynd: Egill Bjarnason

hehe. ja, afhverju fattadi eg ekki ad kaupa alla helvitis skartgripabudina med hringnum!

Egill Bjarnason, 11.1.2008 kl. 12:41

3 identicon

Segðu gaurnum að ég sé til í að flytja skartgripi á milli fyrir milljónkall.  Vill fá borgað fyrirfram.

Máni (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 15:45

4 identicon

af því að þú sagðir nei kom aldrei til 2. þáttar sem hefði verið beiðni um að þú skildir eftir tryggingu hjá honum fyrir verðmæti (verðlausrar) sendingarinnar sem þú fengir endurgreidda hja viðtakanda (sem ekki er til)

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband