11.1.2008 | 12:39
Bamm! Bamm! Betlarar!
Sá hóp götubarna, ábyggilega hátt í 20 krakkar á aldrinum 7 - 13 ára, gera innrás á nokkuð fínan veitingastað.
Öll vopnuð kjuða og trommu, gerða úr hjólkopp, mataríláti eða öðru tilfallandi, hófu þau að ,,spila" ærandi dinnertónlist við inngang veitingastaðarins.
Þjónarnir á staðnum ruku út og reyndu að flæma krakkaskarann burt, ógnandi með lurk á lofti. Í staðinn framkölluðu krakkarnir bara ennþá meiri hávaða allt þar til kokkurinn borgaði þeim fyrir að hætta. Þá tvístraðist trommusveitin upp en hún ku vera iðinn við að finna sér áheyrendur með þessum hætti.
(Götustrákarnir á myndinni eru ekki í trommusveitinni.)
Athugasemdir
...svona getur nú tónlistin verið gott vopn!
Elín (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.