13.1.2008 | 14:25
Belja á veginum
Ók mótorhjóli, sem leigði í einn dag, um sveitir Rajasthan-héraðsins. Geggjað - á marga vegu. Miðað við litla reynslu af mótorhjólum, og enn minni af indverskri vinstri umferð, gekk ferðin vel. Eða allt þar til mótorhjólið bilaði en sem betur fer var vaskur vélvirki ekki langt undan.
Það er nokkuð greinilegt að Indverjar taka lausagöngu búfjár ekki eins alvarlega og lögreglan í Rangárvallasýslu. Ég ók næstum niður belju en fyrir þá sem ekki vita eru kýr heilagar í augum hindúa. Ég hefði sjálfsagt endurfæðst sem rotta ef þetta hefði farið illa.
Athugasemdir
Hey Egill,
gott ad heyra fra ter. Eg flyg yfir a tridjudaginn en ekki midvikudaginn eins og eg helt svo eg verd komin a midvikudagsmorguninn. Tu verdur kominn til Delhi ta er tad ekki? Uff hlakka eg til ad komast ur tessum fjandans kulda herna! Eins gott ad tad se heitt tin megin!
Sara Kristin (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:12
ju, jeg kem til delhi a midvikudagsmorgun. ekki buast vid neinni bongoblidu. tad er vetur.
egill (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.