16.1.2008 | 05:25
Leyndardómur Pushkar

Er það hið helga stöðuvatn sem þorpið umlykur? Stórfenglegur fjallagarðurinn umhverfis þorpið? Öll 400 hindúa-bænahúsin með sínum heillaga anda?
Ónei, ástæðan er ekki svona rómantísk, sagði einn breskur eilífðarferðalangur, heldur er það einfaldlega hassið á staðnum sem kyrrsetur fólk svona rækilega.
Staðurinn er líka ágæt aðlögunarstöð fyrir þá sem upplifa kúltúrsjokk á Indlandi. Vegna þess að túrisminn tröllríður öllu í Pushkar er hvarvetna að finna vestræna strauma; matsölustaðirnir bjóða upp á vestrænan skyndibita, bókabúðirnar selja allt það vinsælasta á Amazon og klæðskerarnir sníða fötin eftir tísku túristanna svo eitthvað sé nefnt. Þessi vestrænu hlunnindi mun hafa verið til staðar lengi, meira að segja þegar þessi maður flakkaði um Indland.
Ísraelar og Kóreumenn eru sérstaklega áberandi á staðnum og eru flest auglýsingaskilti á ensku, hebresku og kóreskur. Einn Ísraelinn hafði á orði að Pushkar væri eins og annað heimili. Nánast eins og ganga inn í Tel Aviv, nema hvað hér heilsuðu sér allir og verðlagið væri auðvitað mun lægra.
Svo finnast þarna hópar hippa í rammskökku móki dag eftir dag. Lonely planet ferðahandbókin segir að hass sé svo ólöglegt í Indlandi að minnsti skammtur geti kostað að minnsta kosti tíu ár í steininum og Indverska lögreglan taki núorðið hart á slíku. Svokallað bhang, sem inniheldur marijúana, er hins vegar löglegt og notað af Hindúum til þess að ná sambandi við guðina.
Og til þess að undirstrika sérstæðu staðarins eru í gildi íhaldsamar trúarreglur eins og bann við áfengi, kjöti, eggjum og faðmlögum og kossum á almannafæri.
Athugasemdir
Las allar færslurnar þínar núna rétt í þessu. Virkar rosalega skemmtilegt allt saman. Er samt að velta einu fyrir mér. Hvernig kemst maður inn í Tíbet? Mér skildist að landið væri hreinlega lokað fyrir ferðamenn.
Friðjón (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 17:07
Sæll og blessaður.
Við Begga rétt misstum af ykkur í gær. Við reyndum að finna hótelið ykkar en það tókst ekki. Var það ekki Raveela Palace?
Við erum á förum héðan. Ætlum að nýta tækifærið og vera hjá inverskri fjölskyldu hér í Delhi. Fjölskyldu Nitali sem kom hingað í gær.
Við ætlum að ferðast með henni næstu daga, fram að 24. janúar, en þá komum við aftur hingað í brúðkaupið.
Hafið endilega samand,
Kv. Auður og Begga
Auður Örlyx (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 06:16
saell fridjon.
tad er vissulega orlitid vesen ad komast til tibet en eftir tvi sem eg best veit na tvi allir sem vilja. akvedin vegur i kina er audveldasta leidin til hofudborgarinnar en einnig er vinsaelt ad fara aevintyralegan fjallaveg fra nepal. eg veit ekki enn alveg hvada leid eg fer. var ad vonast til ad geta komist fra landamaerum pakistan og kina en su leid virdist opinberlega vera lokud. tannig ad kannski tarf eg ad fara fra nepal en vera buinn ad verda mer utum vegabrefsaritun til kina adur en eg kem tangad. ella thyrfti eg held eg ad fara serstaka turistaferd med tilheyrandi kostnadi og helsi.
tetta byggi eg nu samt allt a lonelyplanet bokinni um tibet. maeli med henni ef tu ert ad hugsa um ad fara. svo geturdu lika haft samband vid mig eftir nokkra manudi - ta verd eg vonandi buinn ad sannreyna eitthvad af tessum upplysingum.
kv.eb
Egill Bjarnason, 18.1.2008 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.