. - Hausmynd

.

Verðlagið á Indlandi

RupiurVatnsflaska: 20 krónur.

Bensínlítri: 78,2 krónur.

Ódýrasta gisting: 255 - 425 krónur.

Fimm tíma rútuferð á ódýrasta farrými: 221 króna.

Ódýrasta máltíð á matsölustað: 25 - 102 krónur.

Pakki af Malboro sígarettum: 153 krónur.

Hálfs lítra bjórdós: 98 krónur.

Kíló af tómötum: 17 krónur.

Ein indversk rúpía samsvarar 1,7 krónu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góði! Endilega koddu með eitthvað af þessu verðlagi með þér til Íslands þegar þú kemur heim...veitir ekki af!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

og hvernig eru svo launin?

Helgi Kristinn Jakobsson, 28.1.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Það er líka nóg af fólki þarna sem á ekki nema bara teppi til að sofa med, sem er það eina sem hlífir því við rottunum sem ráfa um á milli sofandi fólksins.  Og þessu fólki er haldið niðri með Karma!  Þarna er leigubílstjóri ansi lágt settur til dæmis.  Enda eru þeir oft ansi erfiðir að eiga við þegar semja á um verð, mælirinn er bara notaður í undantekningatilfellum. Svo ekki er hægt að bera saman verð þarna og hér á Íslandi þótt nottulega fróðlegt sé.  Hægt er að kaupa góða íbúð á góðum stað í Bangalore fyrir meðal fólksbílaverð heima á Íslandi. Kannski ekki að ástæðulausu að ódyrasti bíll í heimi var framleiddur þarna.

Góða skemmtun annars í Indlandi og kíktu endilega á Bombay eða Mumbai eins og hún heitir jú í dag. Á Colaba er Cafe Leopold, þar mætast Evrópubúar og borða góðan indverskan mat og gæða sér á ferskum söfum t.d. Granateplasafa um hábjartan dag :)

Kolbrún Jónsdóttir, 28.1.2008 kl. 23:23

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hljómar sem góður staður til þess að eyða litlum peningum fyrir mikið...

Hvað kostar annars að skutlast til Indlands frá 'Islandi ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 00:57

5 Smámynd: Egill Bjarnason

eg las einhverstadar ad verkafolk, lagstettarfolk, vaeri med um 80 isl. kronur a dag. en sjalfsagt er medaltalid adeins laegra tvi tad er erfitt ad maela tetta eins og til daemis hja tvi folki sem er eins konar traelkunarvinnu. a sidasta ari voru lika 8% indverja atvinnulausir. athugid samt ad mid og hastettin eru med mun haerri medallaun. 

 eg borgadi um 450 pund fyrir flugid fra london til delhi. 

og takk fyrir kommentid, kolbrun.

Egill Bjarnason, 29.1.2008 kl. 11:54

6 identicon

hehe, hentugt fyrir ríka Íslendinga eins og ykkur ;)

Laufey Ósk (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Takk fyrir upplýsingarnar um flugverðið Egill !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.1.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband