. - Hausmynd

.

Lagskiptar einkamálaauglýsingar

Fjölskylda í suður Delhi, af hinni háttsettu Arora, býður uppá samband við myndarlegan, heiðarlegan og grannan dreng, fæddan í Amritsar árið 1981. Er með hrífandi persónuleika og gegnir góðri stöðu í viðskiptalífinu. Nauðsynlegt er að viðkomandi stúlka sé grönn, fögur, heiðarleg, vel menntuð og frá hátt settri stétt. Sendið æviskrá ásamt mynd á netfangið anmolasanysai@hotmail.comungfruindland

Svona hljóðar ein af óteljandi einkamálaauglýsingum í blaðakálfi sem fylgdi enska dagblaðinu The Times of India. Það vakti athygli mína að auglýsingarnar væru flokkaðar samkvæmt viðbjóðslegri lagskiptinu hindúismans. Skipulögð hjónabönd eru algeng og fæstar fjölskyldur þora að kalla yfir sig þá skömm að leyfa sambönd við óæðri stétt.

Í blaðinu eru auglýsingarnar einnig flokkaðar eftir atvinnu, trú, tungumálakunnáttu og síðast en ekki síst er sérstakur dálkur fyrir eyðnismitaða.

Líkt og í öðrum vanþróuðum löndum er algengt að stúlkur séu trúlofaðar eða giftar á barnsaldri. Yfirvöld á Indlandi beita sér víst hart gegn slíkum hjónaböndum. Á lýðveldisdaginn heiðraði forseti Indlands til að mynda unga sveitastúlku sem stóð upp í hárinu á foreldrum sínum þegar það átti að neyða hana í hjónaband með eldri manni. Hetjan er sögð vera orðin tákn fyrir breytt viðhorf gagnvart slíku barnaofbeldi.

(Fagra fljóðið á myndinni er indversk lágstéttarstelpa og sölumaður á markaði í Khajuraho. Giska á að hún sé um kringum tvítugt. Annars er mjög erfitt að átta sig á aldri Indverja.)

---

Á morgun heimsæki ég lítið ættbálkaþorp og hyggst gista í tvær nætur. Blogga þegar ég sný aftur til smábæjarins Khajuraho. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ekki finnst mér gott að þú skulir vera farinn að lesa einkamálaauglýsingarnar, Og svo ætla "ég" að fara í heimsókn í eitthvert lítið þorp. Hvar er Sara? Ertu búinn að hrista hana af þér?

Helga R. Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Sæll félagi, mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu og ég hlakka til að fylgjast áfram með því. Mig langði að spyrja þig út í við hvern ég á að tala við hjá Ísland-Palestína fyrst að þú ert úti. Þarf að spyrja þá aðeins út í undibúninginn og annað.

Annars langaði mig einnig að benda þér á síðuna mína www.sjalfbodaaron.blog.is, er að byrja blogg um undirbúining minn fyrir ferðina út og margt annað sem tengist ferðinni kannski ekkert.

Aron Björn Kristinsson, 25.1.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

málamiðlahjónabönd er vond þýðing og líkist því að verið sé að tala um málamyndahjónabönd sem er þekkt hugtak hér á landi, - tala indverjar ekki um arranged marriage eða ertu að tala um hjónabönd hjónabandsmiðlara - skipulögð hjónabönd er svosem ekki gott orð heldur og ég veit ekki hvað ég er að fjasa þetta í málvöndun yfir hálfan hnöttinn. bið að heilsa ættbálkunum...

Bjarni Harðarson, 25.1.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: Egill Bjarnason

helga (talsmadur soru a tessari sidu): sara var ekki viss um hvort hun aetladi med tegar tetta var skrifad en akvad a lokum ad sla til. vid erum samt ennta ad ferdast saman.

jon: haltu afram ad blogga a tinn einlaega hatt.

aron: velkominn i bloggheima! mer var einmitt hugsad til ferdarinnar tinnar um daginn en var bara ekki med netfangid titt. en nu hef eg fundid tad og var ad senda ter meil. 

pabbi: abending tin verdur send malfraedinefnd sidunnar.

Egill Bjarnason, 26.1.2008 kl. 12:47

5 Smámynd: Sigurður Árnason

Það vakti athygli mína að auglýsingarnar væru flokkaðar samkvæmt viðbjóðslegri lagskiptinu hindúismans.

Var þér ekki sagt að vera ekki með fordóma áður en þú færir að ferðast til framandi landa. Þetta er ekki í Hindúismanum, Þetta er í menningu þeirra. Það er stéttaskipting líka í bretlandi, en það kemur ekki af hindúatrú eða kristni, Það er hefðir og menning. 

Sigurður Árnason, 28.1.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Egill Bjarnason

Samkvæmt trúnni fæðast hindúar inn í fjórar misháar stéttir: Brahmin, Kshatriya, Vaishya og Shudra. Með öðrum orðum prestar, bardagamenn, bíssnesmenn og verkmenn. Hinir ósnertanlegu, Dalit, eru ekki taldir með en þeir vinna öll láglaunastörfin. 

tetta er thaulskipulogd stettarskipting en sem betur fer a undanhaldi i storborgum. tad vill svo til ad mikill meirihluti indverja eru hinduar tannig tetta er samangroid menningunni. 

stettarskipting er ohjakvaemileg i ollum londum en a vesturlondum er birtingarmyndin onnur.  

Egill Bjarnason, 28.1.2008 kl. 17:42

7 Smámynd: Sigurður Árnason

 Elsta og virtasta trúarrit Hindúa, Vedas, Halda því sterklega fram að samfélaginu sé skipt í fjórar stéttir (Varna) en leggja litla áherslu á hlutverkaskipti. Þar sem hver manneskja á finna sinn styrkleika í gegnum mismunandi leiðir eins og t.d framkvæmdir, persónuleika, framkomu og gera sitt starf sem hæfir hverri persónu og sömuleiðis það sem er gott fyrir samfélagið. Að fá hlutverk vegna þess hvað foreldrar hans gera var frekar samfélagslegt og pólítískt vandamál frekar en hin rétta túlkun á trúarbragðinu. Eitt vers í Rigveda lýsir því að starf persónu stjórnast ekki af því sem foreldrar hans gera:

 

"Ég er skáld, faðir minn er læknir, starf móður minnar er mala korn......"           

(RV 9.112.3)

 Spekingurinn Vishwamitra var fæddur sem Kshatriya(Stríðsmenn) en með djúpri hugleiðslu hann varð að virðulegum Brahmin Rishi(Dýrlingur)

 Swami krishnananda arftaki Swami sivananda og formaður fyrrverandi höfuðsmaður Divine Life Society, skrifaði um eftirfarandi um hina arfleiddu samfélagstöðu í sinni ævisögu:

    "While the [varna] system was originally evolved for the necessary classification of human duty in order to preserve the organic stability of society, its original meaning and its philosophical foundation was forgotten through the passage of time, and bigotry and fanaticism took its place through the preponderance of egoism, greed and hatred, contrary to the practice of true religion as a social expression of inner spiritual aspiration for a gradual ascent, by stages, to God Almighty. Vidura, famous in the Mahabharata, was born of a Shudra woman. But he had the power to summon the son of Brahma, from Brahmaloka, by mere thought. Which orthodox Brahmin can achieve this astounding feat? It is, therefore, necessary for everyone to have consideration for the facts of world-unity and goodwill, Sarvabhuta-hita, as the great Lord mentions in the Bhagavad Gita. Justice is more than law. No one's body is by itself a Brahmin, because it is constituted of the five gross elements,- earth, water, fire, air and ether. Else, it would be a sin on the part of a son to consign to flames the lifeless body of a Brahmin father. It is, therefore, not proper to victimise a colleague by an action plan of any religious community wedded to fundamentalist doctrines."

 

 Paramahansa Yogananda skrifað líka um stéttaskiptingu sem hann kallaði andVedíska samfélagsstöðu sem við þekkjum í dag.Hann sagði að Varna(stéttaskiptingin) átti sinn uppruna fyrir mjög löngum tíma, En varð lítillækkuð af fáfræði og sjálfselsku. Yogananda sagði um þetta:

"These were (originally) symbolic designations of the stages of spiritual refinement. They were not intended as social categories. And they were not intended to be hereditary. Things changed as the yugas [cycles of time] descended toward mental darkness. People in the higher [classes] wanted to make sure their children were accepted as members of their own [class]. Thus, ego-identification caused them to freeze the ancient classifications into what is called the ‘caste system.’ Such was not the original intention. In obvious fact, however, the offspring of a brahmin may be a sudra by nature. And a peasant, sometimes, is a real saint.”"
—from Conversations with Yogananda, Crystal Clarity Publishers, 2003.

 80,5 prósent Indverja eru hindúar en Þetta er ekki í trúarbrögðunum, heldur er þetta gert í gegnum fáfræði og spillingu mannana. 

Sigurður Árnason, 28.1.2008 kl. 19:37

8 Smámynd: Egill Bjarnason

Saell aftur Sigurdur.

Rett eins og i flestum truarbrogdum ta hljomar tilgangurinn og bodskapurinn afskaplega vel. Tad ma vissulega segja ad hinir riku hafi med timanum afbakad tetta stettarskiptingakerfi til tess ad undiroka hina fataeku. Um leid hefur hinduasamfelagid a indlandi samthykkt tessa lagskiptingu. Adur fyrr fengu hinir osnertanlegu, dalits, t.d. ekki ad bidja med hinum stettunum og raunar eru enn daemi tess.

Upphaflega thegar stettarkerfid var sett fram leyfdi tad monnum ad skipta um stettir a lifsleidinni. Nuordid heyrir tad til undantekninga. Flestir eru bundnir vid ta sett sem their faedast inni nema par af olikri aett giftist.

To ad skipulogd misskipting se ekki beinlinis fyrirskipud i hinduisma er hun framkvaemd i nafni truarinnar. Tetta er ekki osvipad tvi hvernig muslimskar konur eru kugadar, t.d. med tvi ad klaedast burku, tratt fyrir ad tad segji hvergi i koraninum ad konur thurfi ad hylja andlit sitt.

i stuttu mali sagt: eg send vid umraedda fullyrdingu.

eb

Egill Bjarnason, 29.1.2008 kl. 16:29

9 Smámynd: Sigurður Árnason

Quran 

024.031
  And say to the believing women that they should lower their gaze and guard their modesty; that they should not display their beauty and ornaments except what (must ordinarily) appear thereof; that they should draw their veils over their bosoms and not display their beauty except to their husbands, their fathers, their husband's fathers, their sons, their husbands' sons, their brothers or their brothers' sons, or their sisters' sons, or their women, or the slaves whom their right hands possess, or male servants free of physical needs, or small children who have no sense of the shame of sex; and that they should not strike their feet in order to draw attention to their hidden ornaments. And O ye Believers! turn ye all together towards Allah, that ye may attain Bliss.

 Stéttaskiptingin er búinn að þróast Frá trúnni og það er ekki hægt að segja að sú skipting hafi neitt með trúna að geri nú til dags, heldur bara kerfi eins og hjá vesturlöndum. Konur í Íslam eru kúgaðar í nafni trúarinnar og það hægt að finna það í trúarritunum þeirra sem staðfestir þessa kúgun og þær reglur eru nefnilega í ritunum þeirra, ekki afbakaðar. Reglurnar í Hindúatrúnni hafa verið afbakaðar oft af græðgi og illsku  mannana.

Sigurður Árnason, 29.1.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband