. - Hausmynd

.

Hermennskan er ekkert grín

pakistanskurhermadur

Í gær gekk ég frá Indlandi yfir til Pakistan. Bara smá spölur að vísu en það voru samt hindranir í veginum. Landamæraverðirnir vildu nefnilega fyrst senda okkur Söru aftur til Delhi vegna þess að við vorum ekki með vegabréfsáritun. Það tók tíman að útskýra fyrir þeim að Íslendingar væru undanþegnir slíku en eftir mikið þras brostu verðirnir afsakandi. ,,Velkomin til Pakistan!" Þrátt fyrir að vera einu opinberu landamæri óvinaríkjanna, Indlands og Pakistan, var bókstaflega engin á leið í gegn allan þennan tíma.

Fljótlega eftir að við höfðum fengið réttu stimplana í vegabréfin var landamærunum lokað með mikilli athöfn. Pakistanskir og indverskir dátar marseruðu hvor á móti öðrum á landamæralínunni. Hundruð fólks kom sérstaklega til að fylgjast með þessari daglegu athöfn og hvetja sína menn. ,,Hindustan!" heyrðist Indlandsmegin en ,,mínir menn" svöruðu  hástöfum: ,,Allah akbar!"

landamaeraskiltiEftir þessa skemmtilegu sýningu, sem var um leið frekar bjánaleg eins og svo margt sem viðkemur hermennsku, stukkum við Sara upp í rútu á leið til Lahore. Þegar við stigum inn var Söru umsvifalaust bent á annan inngang fyrir kvenkyns farþega, aðskilin okkur körlunum með vegg. Já, ég er sko greinilega kominn í annan menningarheim.

Nú gistum við á æðislegu farfuglaheimili í Lahore og þegar þetta er skrifað eru að byrja tónleikar þjóðlegrar Pakistanasveitar á þaki hússins.

Mynd 1: Liðugur pakistanskur hermaður í daglegum metingi við indverska kollega sína. Mikil upplifun.

Mynd 2: Skilti á landamærunum Pakistan. Bandítar eru vinsamlegast beðnir að vera úti - við eigum nóg þeim af þeim.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Haha, vá hvað þessi blessðir hermaður er kjánalegur, mætti halda að hann væri að reyna að sparka í andlitið á sjálfum sér.

Aron Björn Kristinsson, 31.1.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Glæsilegt hjá þér að ferðast svona. Þú býrð að þessu til æviloka. Og átt þekkir skildar fyrir að deila þessu í gegnum bloggið.

Ólafur Þórðarson, 1.2.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband