1.2.2008 | 11:46
Rafmagnsl ...
Er nema von að stjórnvöld í Pakistan séu almennt óvinsæl þegar þau sinna ekki þeim grunnþáttum að skaffa íbúum nægt vatn og rafmagn?
Í Lahore, einni af helstu stórborgum landsins, slær rafmagnið út um það bil tíu sinnum frá morgni fram á miðnætti. Stundum á ákveðnum tímum en oftar bara annað veifið í ófyrirséðan tíma. Hvort sem það er á heimilum fólks, í raftækjaverslunum eða Netkaffihúsum. Stöðugt eru menn að slökkva og kveikja á kertum.
Sagt er að rafmagnsleysið sé vegna þess að á veturna fyllast ánar af snjó og vatnsaflsvirkjanirnar hætta að geta starfað eðlilega. Á sumrin halda truflanirnar samt áfram því þá er of mikið notað af rafmagni í loftkælingu.
Frá klukkan tíu á kvöldin fram til klukkan sjö er síðan skrúfað fyrir vatnið í borginni.
Ástandið er semsé ekkert sérlega rafmagnað í Pakistan.
Athugasemdir
Já þeim veitir ekki af að fá kjarnorkuver til að stabílisera rafmagnsflæðið.
Það er svo sem erfitt fyrir okkur að skilja þann grunnskort sem ríkir á stórum svæðum heimsins.
Ólafur Þórðarson, 1.2.2008 kl. 12:52
Og þetta er eitt af kjarnorkuveldum heimsins
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 16:55
Já þetta er nú ekki eitthvað sem við vildum búa við. Í Indlandi slær nú líka stundum út rafmagninu, en ástandið í Pakistan virðist vera mun verra. Hef ég upplifað þetta sjálf nokkrum sinnum í Bombay og heyrt af þessu í Delhi. Pólitíkin í Pakistan hjálpar svo heldur ekki til.
Kolbrún Jónsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:24
Fyrst thegar eg kom hingad til Nicaragua var alltaf rafmagnslaust ca 4 klst a dag, eg by i rikramannahverfi og er tharf ad leidandi heppin. I morgum fataektarhverfunum herna var rafmagnslaust allt ad 12 klst a solahring. Fyrst fannst mer thetta mjog kozy og half romantiskt en eftir nokkrar vikur for eg ad hata thetta!!
Rikisstjornin lofadi ollu fogru um breytt og betra astand sem varir einsog er. *kross a putta* Annars er rosalega gaman ad lesa af thessari ferd thinni. Held afram ad fylgjast med. Gangi ther vel ... =))
Audur (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 02:50
langaði bara að kasta kveðju. gaman að fylgjast með útlegðinni:)
veit að hinir í féglaginu eru líka að fylgjast með
Anna Tómasdóttir (FÍP) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:39
Hljómar eins og ástandið í Kosovo, fyrir norðan mig, og í Albaníu, fyrir vestan mig. Hér í Skopje hinsvegar sárasjaldan rafmagnslaust og mikið er ég fegin því...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:03
gaman ad fa reynslu annarra ferdalanga af tessu. eg vard lika var vid rafmagnsleysi a indlandi en her er astandid mun verra. i dag t.d. for rafmagnid af klukkan niu i morgun og kom aftur a fyrr en ad ganga fjogur. eg er lika alveg sammala ter audur (s-amerikufari), mer fannst tetta frekar kosy - en bara fyrsta halftimann.
egill bjarnason (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:12
Hvað ert þú að bulla Jón? "Þetta er dæmigert fyrir þína kynslóð ungi maður, að standa bjargarlaus í myrkrinu vegna ofdekurs", þessi setning sameinar alla þína fáfræði held ég bara. Ég ef það stórlega að hægt sé að slá bara inn rafmagninu.
Ég vona þín vegna að þetta eigi að vera einhver lélegur húmor hjá þér.
Aron Björn Kristinsson, 3.2.2008 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.