5.10.2006 | 00:22
Á flótta frá Ísrael
Í fyrramálið legg ég á flótta frá Ísraelskum vörðum yfir til Jórdaníu, vegna þess að þá rennur vegabréfsáritunin mín úr gildi. En Palestínumenn þurfa ekki að örvænta. Ég reyni að koma aftur eftir nokkra daga. Að fara fram og til baka virðist einfaldlega vera eina leiðin fyrir mig til þess að fá nýja vegabréfsáritun. Þessi aðferð er líka mikið notuð af Arabunum.
Undanfarið hef ég reynt að ná sambandi við ísraelska embættismenn sem sjá um að gefa vegabréfsáritanir og fór meira að segja til Jerusalem í gær til þess að vinna í málinu. Þar vísuðu ísraelsku blýantsnagararnir mér bara hingað og þangað án árangurs. Nú væri gott að vera gyðingur. Þá væri ég beinlínis hvattur til að vera lengur. Til þess að reyna redda þessu í Jerusalem fékk ég hjálp frá þeim hjónum Muhammed og Rada, frændfólki Salmann og Yousef Tamimi, sem búa á Íslandi. Þau voru ekkert nema góðmennskan; buðu mér gistingu og Ráda eldaði mat sem var með þeim betri sem ég hef smakkað á ferðalaginu.
--
Muhammed vinnur hjá Orkuveitu Ramallah (eða eitthvað í þá veru). Hann segir íbúa í Ramallah aðeins fá þriðjung af því vatni sem þeir þurfi til daglegra nota. Ísraelar nota nefnilega svo mikið af langmikilvægustu auðlind landsins. Landtökumönnum mun vera úthlutaðar 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann til sinna umráða á ári hverju. Allt athafnalíf og daglegt líf á svæðum Palestínumanna líður mjög fyrir vatnsskort, segir í áhugaverðri grein eftir Jón Orm Halldórsson.
Athugasemdir
Gangi þér vel:-)
Elín (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 15:23
Umræddur Ormur er alltaf í skólanum mínum.
Þetta blogg er merkileg lesning, ömurlegt ástand þarna austurfrá greinilega.
Máni (IP-tala skráð) 5.10.2006 kl. 23:35
sláandi staðreyndir í þessari grein..
eva (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 00:02
skandall. ég er líka ekki sáttur við að vinnustaðamailin eru hætt egill.
ragnarr (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 17:11
Gangi þér vel á flóttanum, mér finnst gaman að lesa dritið þitt, ( drit er íslenskt orð yfir blogg búið til úr setningunum "daglegt rit", eða "digital rit"). Þú getur kennt þeim þetta orð í Jórdaníu og kannski líka sagt þeim frá fleiri möguleikum í notkun þess. Ég er núna komin á þá skoðun að ef ég væri mamma þín væri ég harla stolt af stráknum. Endurtek - gangi þér allt sem best, kv. ammatutte
ammatutte (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 22:38
Ramón var að segja mér að þú hafir líklegast ekki fengið framlengingu á vegabréfsárituninni, er það rétt ? Og já, hann sagði mér líka að segja þér að skrifa honum sem fyrst.
ragnarr (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 22:33
Ramon er nu meiri sludrarinn. eg fekk 2 vikna vegabrefsaritun og er kominn aftur til nablus.
egill (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 09:58
Haha já ok, Ramón sagði mér að tala við "ónefndan aðila" sem þú veist hver er og láta setja þessar uppl. í Hér&Nú 'hvað gerði hann um helgina?' dálkinn. En þá er þetta allt gott og blessað, skila kveðju til Ramón.
ragnarr (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 12:44
ramon er enn ta sofandi og klukkan er ad ganga fjogur. eins gott ad tu hafir haft samband vid ,,onefnda manninn''.
egill (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 12:53
... fyrir ta sem ekki vita er umraeddur ramon mexikani og annar sjalfbodalidi i flottamannabudunum i nablus. ragnar rabbar longum stundum vid hann a spaensku a msn.
egill (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 12:56
Fasistar, fasistar og hmm, fasistar?
Sýnir bara alltaf meir og meir hversu mikið fasista ríki Ísrael er.
http://www.hugi.is/deiglan/images.php?page=view&contentId=4075733 kíkjið á þessa mynd.
Yousef (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 10:00
ég á 3 heimsóknir í teljaranum þínum í dag og þú getur dregið þær frá.. skrifa takk ...
óþreyjufullur aðdáandi
eva systir (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 20:17
Er vændi leyft í Ísrael? ekki skrýtið að þú sért búin að endast svona lengi :D
Arnþór (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 19:12
ja, vaendi er loglegt i israel. eg vard hinsvegar aldrei var vid tad i jerusalem. en mer skilst ad tad seu mellur a hverju gotuhorni i storborginni tel aviv - sem er stundum kallad staersta horuhus i heimi. tessu tengt segir i lonly planet handbokinni minni ad tad seu fleiri homma og lesbiuskemmtistadir en ,,venjulegir'' skemmtistadir i tel aviv. hvad veldur tvi, veit eg ekki ...
egill (IP-tala skráð) 13.10.2006 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.