. - Hausmynd

.

Gestrisnir Pakistanar

Eftir heilan mánuð á flakki fékk ég vægan ferðaleiða. Allavega var fínt að taka því rólega í fimm daga á sama staðnum, Lahore. Endurnærður fyrir ferðalög, fór ég í dag nokkur hundruð kílómetrum sunnar, áleiðis til Karachi. Pakistanskur jakkasolumadur

---

Fyrir ferðamenn eru Pakistan og Indland gjörólík lönd. Móttökur íbúanna eru nefnilega allt örðuvísi. Pakistanar eru mun gestrisnari og þægilegri. Á Indlandi eru áberandi margir komnir upp á lagið með að hössla ferðamenn, draga þá á staði sem hagnast þeim best og túristunum verst. En í nágrannaríkinu getur maður þurft að krefjast þess að borga fyrir sig. Í dag fór ég til dæmis á veitingastað þar sem ég fékk ekki að borga fyrir máltíðina (langþráð kjöt eftir mánuð á grænmetiskúr indverskrar matargerðar).

Í Pakistan var túrismi eitt sinn ágætis bissnes. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hrundi sá atvinnuvegur og frá því óeirðirnar í kringum Benazir Bhutto hófust í október á síðasta ári hefur hann náð óþekktri lægð. Sem er synd, landið hefur upp á svo margt forvitnilegt að bjóða. Og íbúarnir eru áhugaverðastir.

Talandi um Pakistana. Óvenju margir þeirra hafa spurt mig hvernig þeir geti komist í álnir á Íslandi. Hvort að reglunar þar séu eitthvað svipaðar þeim bresku? Ég hef ekki getað svarað þeim en þætti forvitnilegt að vita hvort Pakistanar geti fengið atvinnuleyfi á Íslandi. Annars sýnir þessi áhugi helst hvernig íbúarnir horfa á framtíð landsins.

---

Að gefnu tilefni: Ég hef aldrei áður komið til Pakistan en aftur á móti búið í Palestínu, nágrannaríkis Pakistan - í orðabók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal skrifa fáránlega langa lögfræðilega álitsgerð um atvinnuleyfi Pakistana á Íslandi eins og skot!!!!!!

Máni (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:41

2 identicon

Svarið er eintalt: Nei. Eftir stefnubreytingu 1. maí 2006, þar sem forgangur íbúa á EES svæðinu var ítrekaður er nokkurnvegin útilokað fyrir fólk utan þess svæðis að fá atvinnuleyfi á Íslandi.

Tala af reynslu eftir að hafa farið allt ferlið á enda fyrir einstakling búsettan í Asíuríki. Var ekkert mál að finna fyrir hann vinnu, en útilokað að komast í gegn um "kerfið"...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

"Á Íslandi eru áberandi margir komnir upp á lagið með að hössla ferðamenn, draga þá á staði sem hagnast þeim best og túristunum verst."

Datt þetta svona í hug miðað við heimsóknir til Íslands sl. ár.  

Ólafur Þórðarson, 5.2.2008 kl. 23:35

4 identicon

Fór Sara ekki með þér?

Elín (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: GK

Ég er hér... þú ert þar...

GK, 7.2.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: Egill Bjarnason

mani tu getur sparad ter omakid. audur er med svarid. slaem tidindi fyrir felaga mina herna. asnalegt hvernig kerfid virdist ta mismuna folki eftir uppruna.

og mamma: ju, sara for med mer til karachi. eg hef greinilega verid ovenju sjalfhverfur tegar eg bloggadi.

Egill Bjarnason, 10.2.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband