. - Hausmynd

.

Meint erótík

Þriðja kvöldið í Pakistan lenti ég inni í herbergi með ,,erótískum" dansmeyjum. Áður en fólk fussar og hugsar með sér hvurslagseiginlega siðlausa karlrembusvín ég sé orðinn skal það lesa frásögnina til enda. dancinggirls

Uppúr miðnætti var ég á rölti ásamt Kana og tveimur pakistönskum félögum hans. ,,Hérna rétt hjá er hægt að sjá dansandi skvísurnar sem ég sagði þér frá," sagði heimamaðurinn við Kanann og fór síðan að útskýra þessa starfsemi fyrir mér. ,,Þú borgar þeim pening og þá dansa þær mjög villt fyrir þig. Og ef þú gefur þeim pening á meðan strjúka þær á þér kinnina eða eitthvað ..."

Strípistaður ... í Pakistan!? Var maðurinn virkilega að tala um það? Veit Allah af þessu? Við útlendingarnir urðum náttúrulega frekar forvitnir. Gengum í átt að þessum alræmda stað og þar var margt sem gaf til kynna að hann þætti eitthvað vafasamur. Heimmönnunum varð líka frekar órótt, vildu síður staldra við til að glápa inn um dyrnar og sögðu ,,þetta fólk" vera litið hornauga af íbúunum í kring. Á endanum ákvað Bandaríkjamaðurinn að blæða í einn einkadans fyrir okkur fjóra sem kostaði á við hálfsmánaða alþýðulaun í landinu.

Inn á staðnum sem við völdum voru tvær stúlkur, á aldur við mig, þrír eldri menn með hljóðfæri og eldri kona, pimpmama, eins og heimamennirnir kölluðu hana kímnir. Svo byrjuðu stúlkurnar að dansa við undirleik karlanna. Atriðið var mjög flott en langt frá því að vera svæsið. Dansararnir sýndu ekkert hold og ef maður rétti pening að andlitinu klipu þær þéttingsfast í kinnarnar, rétt eins og gert er við ungabörn.

Þetta var allur ósóminn. Eins gott að Sara siðgæðisvörður var sofandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Úff!!!! Það er eins gott að þeir koma ekki á Players:) Hvernig ætli þeir brygðust þá við :)

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 8.2.2008 kl. 08:34

2 identicon

Ætli kinnklípublæti sé algengari pervasjón á Íslandi en maður gerir sér grein fyrir? Ég prófa þetta á mínum manni í kvöld, ekki spurning.

Eva Hauksdottir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

jón guðmundsson hefur sagt allt sem segja þarf - við foreldrar þínir erum miður okkar af sorg og blygðan...

Bjarni Harðarson, 8.2.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

hehehehe

Ragnar Sigurðarson, 8.2.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Gylfi Scheving Ásbjörnsson

Frábært blogg!

Gylfi Scheving Ásbjörnsson, 9.2.2008 kl. 04:43

6 Smámynd: Egill Bjarnason

eg setti inn mynd fra kvoldinu.

Egill Bjarnason, 10.2.2008 kl. 16:25

7 identicon

fussum svei! þeir eru ekki allir sem þeir eru séðir.  Ég ætla ekki að láta klípa í kinnina á mér aftur nema fyrir bakvið luktar dyr.

kristó (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:48

8 identicon

jahérna........ annars finnst mér pabbi og guðmundsson mjög öfgafullir.

eva (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband