11.2.2008 | 08:55
Bhutto-dagar
Í gær yfirgáfu tveir frábærir ferðalangar Karachi. Sara er farin áleiðis til Indlands þar sem hún hyggst setjast á skólabekk. Vonandi liggja leiðir okkar saman einhvern tíman síðar á ferðalaginu. Með henni í för er Bandaríkjamaðurinn Larry sem við kynntumst í Lahore. Tjékkið endilega á vefsíðu Larry hann hefur komið fram í Jay Leno og ferðast til 88 á landa. Skemmtilega spes náungi.
Ég er með Benazir Bhutto slagorð á heilanum eftir atburði síðastliðinna daga. Síðasta fimmtudag fóru ég, Sara og Larry til heimabæjar Dóttur austursins en þar fór í hönd mikil minningarathöfn. Tíu þúsund raunarmæddir Pakistanar mættu.
Athöfnin markaði endalok yfirlýsts sorgartímabils og upphaf kosningabaráttu stjórnmálaafls Benazir. Ég lét mig ekki vanta á fyrsta útifund flokksins á laugardag. Margra klukkutíma ræðuhöld snérust um að fá pöpulinn til að öskra slagorð til heiðurs Benazir. Og allt saman fór sprengjulaust fram.
Nánari úttekt síðar.
Athugasemdir
Ég krefst þess að þú látir þennan Larry kenna þér að spila á tennurnar í þér, það er fáránlega fyndið að sjá hann gera það!! :D
Máni (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:28
hey! hvernig vissirdu ad hann gaeti gert tad? eg var ekki buinn ad linka inn a siduna hans tegar tu skrifadir tetta ...
Egill Bjarnason, 11.2.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.