. - Hausmynd

.

Bhutto-dagar

Í gær yfirgáfu tveir frábærir ferðalangar Karachi. Sara er farin áleiðis til Indlands þar sem hún hyggst setjast á skólabekk. Vonandi liggja leiðir okkar saman einhvern tíman síðar á ferðalaginu. Með henni í för er Bandaríkjamaðurinn Larry sem við kynntumst í Lahore. Tjékkið endilega á vefsíðu Larry – hann hefur komið fram í Jay Leno og ferðast til 88 á landa. Skemmtilega spes náungi.

benazirbhuttoÉg er með Benazir Bhutto slagorð á heilanum eftir atburði síðastliðinna daga. Síðasta fimmtudag fóru ég, Sara og Larry til heimabæjar „Dóttur austursins“ en þar fór í hönd mikil minningarathöfn. Tíu þúsund raunarmæddir Pakistanar mættu.

Athöfnin markaði endalok yfirlýsts sorgartímabils og upphaf kosningabaráttu stjórnmálaafls Benazir. Ég lét mig ekki vanta á fyrsta útifund flokksins á laugardag. Margra klukkutíma ræðuhöld snérust um að fá pöpulinn til að öskra slagorð til heiðurs Benazir. Og allt saman fór sprengjulaust fram.

Nánari úttekt síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég krefst þess að þú látir þennan Larry kenna þér að spila á tennurnar í þér, það er fáránlega fyndið að sjá hann gera það!! :D

Máni (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Egill Bjarnason

hey! hvernig vissirdu ad hann gaeti gert tad? eg var ekki buinn ad linka inn a siduna hans tegar tu skrifadir tetta ...

Egill Bjarnason, 11.2.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband