15.2.2008 | 13:00
Dannebrog óskast
Pakistanskir óvinir tjáningarfrelsis mótmæltu Múhameðs-teikningunum fyrir utan höfuðstöðvar blaðamanna í Karachi í dag.
Fyrst kveiktu þeir víst í brúðulíki af forsætisráðherra Danmerkur. Ég missti af því en sá þegar þeir báru eld að bandaríska (!) fánanum, öskrandi eitthvað sem endaði á DENMARK! Fyrst Dannebrog var ekki til varð Bandaríkjafáni að duga.
Athugasemdir
Mér finnst það ekki beint sjallt hjá Dönum að vera með svona próvókasjón á móti múslimum sem endurbirting myndanna verður að teljast, þó svo einhverjir 2-3 menn hafi ætlað að myrða teiknarann sem gerði óvinsælustu myndina...bara mín skoðun...
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:28
Finnst það satt að segja lýsa mikilli grunnfærni og álíka einstrengingshætti og þeir múslimar sem upphaflega urðu brjálaðir út af myndbirtingunni gerðu sig seka um. Það er að segja sá hugsunarháttur að ef þú hugsar ekki eins og við, þá skaltu vera heima hjá þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:31
Ótrúlegt að svona harðlínu múslimar skuli haga sér svona. Allt sem er á móti þeirra trú eða gerir grín að þeirra trú skuli hefnast með morði. Þetta er svipað og var að gerast á víkingartímum vesturlanda(evrópu). Ég bjó sjálfur í Danmörku þegar fyrri krísan gekk yfir og get sagt það ekki minnkar rasismin við þetta. Þegar ég bjó úti í Danmörku heyri ég oftar en einu sinni muslima hæðast að kristni trú. Ég spyr hvar liggja þessi mörk sem þeir temja sér.Það er að segja muslimarnir. Mitt álit á þessari trú hefur allvega ekki styrkst heldur er mitt álit á þessum ruslara lið algjörlega á núlli.
Keli Magni Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 22:12
Þarna hefði líka getað staðið:
"Pakistanskir óvinir tjáningarfrelsis notuðu sitt tjáninarfrelsi og mótmæltu Múhameðs-teikningunum fyrir utan höfuðstöðvar blaðamanna í Karachi í dag."
Ekki satt?
Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 23:12
satt er tad greta. teir hafa fullan rett ad motmaela og somuleidis a myndbirtingin fullan rett a ser. tad a ad birta tessar myndir aftur og aftur tangad til tad telst sjalfsagt.
Egill Bjarnason, 16.2.2008 kl. 10:26
Já, ætli þetta eigi ekki eftir að ganga svona sitt á hvað,...hvert það leiðir er ekki gott að vita,...vonandi til aukins frelsins,...það er að segja til góðs.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 14:22
Hm,...það rifjast upp við að sjá þessa mynd sem þú ert með að í kringum 1970 var bandaríski fáninn líka brenndur víða...þar á meðal í víða í Evrópu,...en þá var það vegna mótmæla við stríðið í Víet-Nam. Honum hefur líka verið brennt til að mótmæla stríðinu í Írak og Afghanistan. Vesalings önkel Sam.
Greta Björg Úlfsdóttir, 16.2.2008 kl. 15:58
Agjörlega rétt Keli Magni........ og ef þeir eru svona óánægðir í þeirra "fósturlandi" af hverju í ósköpunum koma þeir sér þá ekki bara heim??
Mér vitanlega hefur enginn beðið þá um að koma, og þaðan af síður "dvelja til eilífðarnóns" ??
Ég vil taka það skírt fram að ég á vini af nánast öllum þjóðernum, þannig að ég er ekki kynþáttahatari..... en ef þú velur að flytjast til framandi lands, þá er alveg lágmarksskylda að þú aðlagir þig að þjóðfélaginu sem þú ert að gerast meðlimur að..... ekki að þitt nýja þjóðfélag aðlagi sig að þér......er það ekki????
K.kv.E.
Edda (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 00:19
Alltaf gaman af að fá fréttir "beint í æð" frá einhverjum sem var á staðnum.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.