20.2.2008 | 09:34
Talsmaður Íslands í Pakistan
Blaðamaður enska dagblaðsins The News í Pakistan hefur síðastliðna daga tvisvar innt mig eftir kommenti varðandi pólitíkina í landinu. Viðtölin birtust síðan með fréttum um viðhorf erlendra blaðamanna.
Tæplega 500 erlendir blaðamenn flugu sérstaklega til Pakistan til þess að fylgjast með þingkosningum. Sumir telja sig hálf svikna. Hvað varð eiginlega um uppreisnina og kosningasvindlið!? heyrðist á blaðamannaklúbbinum í Karachi í gærmorgun.
Ég segi á einum stað að Íslendingar rugli saman Pakistan og Palestínu. Ég var spurður hversu mikið Íslendingar vissu um Pakistan og sagði að almennt vissu þeir lítið um landið. Gaf sem dæmi að úr því ég hefði eitt sinn verið í Palestínu tæki ég eftir að sumir gerðu engan greinarmun á löndunum. Annars er ég ágætlega sáttur við útkomuna.
Athugasemdir
Kenýabúar eiga metið í að rugla saman löndum. Í augum margra þar var Sviss Swazíland. Switzerland, Swaziland...maður skilur svo sem hvernig þeir fara að því að ruglast, en það er nú ekki eins og þetta séu nágrannalönd...
Máni (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:30
Thad sama er um Nigeriu og Nicaragua. Algjorlega sitthvor heimsalfan ... :D Svo ruglar folkid herna mikid Islandia y Irlandia.
Audur Nica. (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:50
Uss kallinn bara orðinn talsmaður Íslands hehe. Skemmilegir greinastubbar þarna á ferð.
Aron Björn Kristinsson, 21.2.2008 kl. 10:07
Hehe gott tad er nog ad gera. Tegar vid Larry heyrdum ad ekkert hafi gerst i Karachi half-vorkenndum vid ter, tu varst i vitlausri borg :P
Tad er satt hja ter ad madur a ekki ad borga sig inn i Taj Mahal :D
Hef tad gott, vonandi tu lika
Sara
Sara (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:18
Já, en allar storborgirnar voru hvort sem er stabílar.
Egill Bjarnason, 21.2.2008 kl. 11:30
Þetta hef ég ekki heyrt áður að fólk ruglaði þessum löndum saman - er fólk virkilega svona fáfrótt á Íslandi? Það hlýtur að vera vel lesna fólkið sem ég umgengst!
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:44
Ég var að skoða myndirnar þínar, þær eru hver annarri betri. Þú ert hörku ljósmyndari!
Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.