. - Hausmynd

.

Ómerkileg aftaka

ANWER ARAIN VERÐUR HENGDUR Í KARACHI Á MORGUN, 20. FEBRÚAR, FYRIR HRYÐJUVERKAGLÆPI ...

Þetta stóð, handskrifað, á tilkynningaspjaldinu í blaðamannaklúbbinum í Karachi. Í morgun þurfti ég að fletta mjög aftarlega í dagblöðunum, alla leið á lókalsíðurnar, til að finna frétt um málið. Eitt stykki aftaka þykir sjálfsagt ekki stórmál í Pakistan. Þriðja dauðarefsiglaðasta landi jarðar, næst á eftir Kína og Íran, samkvæmt tölum frá árinu 2006. Þá voru 86 glæpamenn teknir af lífi. Hengdir í flestum tilvikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómerkileg aftaka segir þú,,mér finnst þetta bara skelfilegt.Farðu varlega um þetta svæði, landi góður og kom þú heill heim.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Adda bloggar

samála núma.komdu heill heim

Adda bloggar, 21.2.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Ómerkileg aftaka" var bersýnilega meint sem háð (íronía) eða svartur húmor í þessu tilfelli.

Passaðu þig á villimönnunum. Gangi þér vel og komdu heill heim.

Greta Björg Úlfsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Egill Bjarnason

Þegar ég segi ómerkileg aftaka á ég við þá litlu athylgi sem hún fékk í fjölmiðlum. sjálfsagt vegna þess hve algengar dauðarefsingar eru í landinu.

einar: er það semsé bara dauði eða frelsi? hefurðu ekki heyrt um fangelsisvist?  yfirvöld eiga aldrei rétt á að svipta þegna sína lífi. aldrei.

Egill Bjarnason, 22.2.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband